Fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Erlent 16.1.2025 16:25 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. Erlent 16.1.2025 16:01 Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Innlent 16.1.2025 15:47 Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Innlent 16.1.2025 15:18 Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin. Innlent 16.1.2025 14:16 Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Innlent 16.1.2025 13:48 Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár. Innlent 16.1.2025 13:39 „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00 „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Innlent 16.1.2025 12:17 Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Innlent 16.1.2025 12:07 Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2025 12:01 Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. Innlent 16.1.2025 11:48 Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Í hádegisfréttum fjöllum við um það að þrjátíu ár eru í dag liðin frá harmleiknum í Súðavík þegar stórt snjóflóð féll á bæinn snemma að morgni. Innlent 16.1.2025 11:42 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Innlent 16.1.2025 11:18 Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. Innlent 16.1.2025 11:13 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Erlent 16.1.2025 11:06 Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. Innlent 16.1.2025 10:19 Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Erlent 16.1.2025 10:14 Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. Innlent 16.1.2025 09:44 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. Erlent 16.1.2025 09:25 Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Innlent 16.1.2025 09:10 Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Erlent 16.1.2025 08:49 Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg gagnrýna það harðlega í aðsendri grein að verja eigi fjármunum í að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskóla í Ármúla þegar ekki hefur tekist að manna almennilega þá leikskóla sem þegar eru til. Innlent 16.1.2025 07:48 Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Þrjátíu og fjögurra ára gömul áströlsk kona, sem er vel þekkt í heimalandi sínu sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið handtekin og sökuð um að hafa eitrað fyrir barni sínu. Erlent 16.1.2025 07:37 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. Innlent 16.1.2025 07:37 Kólnar í veðri Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil. Veður 16.1.2025 07:10 Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Auglýsing frá pakistanska flugfélaginu Pakistan Airlines hefur vakið hörð viðbrögð síðustu daga, svo hörð raunar að forsætisráðherra landsins hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Erlent 16.1.2025 07:02 Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. Erlent 16.1.2025 06:47 Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31 „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 15.1.2025 22:42 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Erlent 16.1.2025 16:25
Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. Erlent 16.1.2025 16:01
Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Innlent 16.1.2025 15:47
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Innlent 16.1.2025 15:18
Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin. Innlent 16.1.2025 14:16
Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Innlent 16.1.2025 13:48
Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár. Innlent 16.1.2025 13:39
„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Innlent 16.1.2025 12:17
Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Innlent 16.1.2025 12:07
Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2025 12:01
Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. Innlent 16.1.2025 11:48
Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Í hádegisfréttum fjöllum við um það að þrjátíu ár eru í dag liðin frá harmleiknum í Súðavík þegar stórt snjóflóð féll á bæinn snemma að morgni. Innlent 16.1.2025 11:42
Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Innlent 16.1.2025 11:18
Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. Innlent 16.1.2025 11:13
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Erlent 16.1.2025 11:06
Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. Innlent 16.1.2025 10:19
Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Erlent 16.1.2025 10:14
Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. Innlent 16.1.2025 09:44
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. Erlent 16.1.2025 09:25
Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Innlent 16.1.2025 09:10
Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Erlent 16.1.2025 08:49
Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg gagnrýna það harðlega í aðsendri grein að verja eigi fjármunum í að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskóla í Ármúla þegar ekki hefur tekist að manna almennilega þá leikskóla sem þegar eru til. Innlent 16.1.2025 07:48
Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Þrjátíu og fjögurra ára gömul áströlsk kona, sem er vel þekkt í heimalandi sínu sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið handtekin og sökuð um að hafa eitrað fyrir barni sínu. Erlent 16.1.2025 07:37
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. Innlent 16.1.2025 07:37
Kólnar í veðri Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil. Veður 16.1.2025 07:10
Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Auglýsing frá pakistanska flugfélaginu Pakistan Airlines hefur vakið hörð viðbrögð síðustu daga, svo hörð raunar að forsætisráðherra landsins hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Erlent 16.1.2025 07:02
Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. Erlent 16.1.2025 06:47
Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 15.1.2025 22:42