Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 89-80 | Mikilvægur sigur heimamanna Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2019 22:30 vísir/daníel Þór Þorlákshöfn tók á móti Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru Þórsarar í 8-11.sæti með einn sigurleik en Haukar í því þriðja með þrjá sigurleiki. Það fór að lokum svo að heimamenn í Þorlákshöfn fóru með sigur af hólmi 89-80 í flottum körfuboltaleik. Fyrsti leikhlutinn spilaðist frekar jafnt og liðin skiptust á forystu. Það var smá bið eftir fyrstu körfunni en Marko Bakovic opnaði síðan stigaskorið með flottri troðslu. Heimamenn komust mest fimm stigum yfir en gestirnir svöruðu og leiddu með tveimur stigum 22-24 í lok leikhlutans. Báðum liðunum gekk erfiðlega að hitta í körfuna í byrjun 2. leikhluta en síðan tók við þriggja stiga sýning hjá gestunum. Þeir hittu fjórum þristum niður í röð og náðu upp 10 stiga forystu. Emil Karel Einarsson fyrirliði Þórs náði að halda sínum mönnum inni í leiknum með tveimur þristum og magnaðri vörslu og staðan í hálfleik 40-46 Haukum í vil. Heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu 3. leikhluta heldur betur af krafti. Emil setti niður þrjá þrista á fyrstu tveimur mínútunum og kom Þór yfir í 49-48. Heimamenn héldu þessari byrjun við og sýndu mögnuð tilþrif á köflum, Halldór Garðar Hermannsson gaf í tvígang ,,alleyoop‘‘ sendingu á Marko Bakovic sem kláraði í bæði skiptin snyrtilega í körfuna. Þá átti Marko nokkrar mikilvægar vörslur í þessum leikhluta. Þórsarar skoruðu 30 stig gegn 15 Hauka í þriðja leikhluta og leiddu með níu stigum, 70-61, fyrir lokaleikhlutann. Heimamenn komu inn í 4. leikhluta af sama krafti og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Emil hélt áfram að negla niður þriggja stiga körfum og kom þeim 11 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Haukar fundu engin almennileg svör og lauk leiknum með níu stiga sigri Þórs, 89-80.Af hverju vann Þór? Þórsarar eru með hörkulið og geta verið óstöðvandi sóknarlega þegar sá gír er á þeim. Þrír þristar Emils á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks settu tóninn fyrir það sem koma skyldi og eftir það stigu Þórsarar aldrei af bremsunni. Haukar áttu lítil svör varnarlega og nýttu illa auðveld skotfæri. Dino Butorac er að koma vel inn sem leikstjórnandi í liði Þórs og aðrir leikmenn liðsins voru að skila mikilvægu framlagi.Hverjir stóðu upp úr? Marko Bakovic var klettur í vörn Þórsara og varði skot á dýrmætum augnablikum, var alls með fimm vörslur. Hann setti einnig niður mikilvæg stig, var alls með 17 stig og tók 10 fráköst. Það er erfitt að gera upp á milli hans og fyrirliðans Emils, sem setti niður 7 þriggja stiga skot og var með 22 stig í leiknum. Þá get ég ekki sleppt því að nefna Halldór Garðar Hermannsson sem var með 26 stig og 12 stoðsendingar í leiknum. Annars var frammistaða Þórs sem liðs mjög góð. Lykilmenn hjá Haukum eins og Kári Jónsson og Gerald Robinson áttu ekki sinn besta leik en Gunnar Ingi Harðarson átti góða innkomu af bekknum og setti niður 14 stig. Þá sýndi Hjálmar Stefánsson fín tilþrif á köflum sem og Emil Barja sem var með 8 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Með sigrinum í kvöld lyfti Þór sér upp í 8.sæti á meðan Haukar sitja í 5.sæti. Haukar taka á móti ÍR í næstu umferð, en þeir hafa verið sjóðheitir undanfarið og sigruðu sinn þriðja leik í röð gegn Íslandsmeisturum KR fyrr í kvöld. Þór heimsækir nýliða Fjölnis í Grafarvoginn en þeir eru sem stendur í 11. sæti.Frikki: Karakterinn frábær Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum ánægður með sigur síns liðs í leiknum. „Ég er mjög ánægður og sérstaklega með varnarleikinn í seinni hálfleik. Það voru hlutir sem við gátum gert betur í fyrri hálfleik sem við ræddum um í góðu tómi í hálfleik og mér fannst við gera mjög vel að flestu leyti eftir það. Við náðum undirtökunum í þriðja leikhluta og karakterinn og varnarleikur liðsins var bara frábær.“ Friðrik var ánægður með liðsheildina í kvöld: „Ég er mjög glaður fyrir hönd okkar og strákanna að ná þessum sigri. Ég var mjög ánægður með heildarbraginn á liðinn og traustið verður alltaf betra og betra, ef að við spilum saman og gerum hlutina saman þá gengur miklu betur í vörn og sókn. Það voru margir sem lögðu hönd á plóg í dag og það var mjög ánægjulegt að fá Ragnar Braga og Davíð inn af bekknum í þessum leik sem hafa verið að glíma við frekar alvarleg meiðsli. Það skiptir miklu máli fyrir okkur,“ sagði Friðrik að lokum.Martin: Þriðji leikhlutinn var lykillinn Israel Martin þjálfari Hauka segir slæman þriðja leikhluta síns liðs hafa ráðið úrslitum í leiknum: „Þriðji leikhlutinn var lykillinn. Við stjórnuðum leiknum í fyrsta og öðrum leikhluta og fjórði leikhluti var jafn. Við fáum á okkur 40 stig á 15 mínútna kafla sem er of mikið og leikurinn réðst af þessum kafla. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ „Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik og fengu trú eftir það. Þeir voru líkamlega sterkari og við gátum ekki stöðvað þá varnarlega. Þeir tóku 13 fráköstum meira en við og það er of mikið fyrir okkur.“Emil: Ef við mætum ekki 100% í leiki töpum við Emil Karel Einarsson fyrirliði Þorlákshafnarliðsins var ánægður með sína menn: „Við mættum tilbúnir í seinni hálfleik og létum bara vaða. Ég er ánægður með hvernig Dino kemur inn og stjórnar leiknum fyrir okkur. Við erum byrjaðir að stjórna hraðanum á leiknum miklu meira en við vorum að gera. Ef við viljum hlaupa hratt þá hlaupum við hratt og ef við viljum róa okkur niður þá gerum við það.“ Spurður út í hvort Þórs-liðið eigi ekki mikið inni segir Emil að liðið þurfi að mæta tilbúið í alla leiki til að vinna: „Það er stígandi í leiknum okkar og búið að vera leik frá leik en eins og ég sagði fyrir einhverjum 2-3 leikjum þá er þetta alltaf að fara að vera þannig að við þurfum að mæta 100% í alla leiki og ef við gerum það ekki þá erum við að fara að tapa. Það er hugarfarið okkar.“ Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn tók á móti Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru Þórsarar í 8-11.sæti með einn sigurleik en Haukar í því þriðja með þrjá sigurleiki. Það fór að lokum svo að heimamenn í Þorlákshöfn fóru með sigur af hólmi 89-80 í flottum körfuboltaleik. Fyrsti leikhlutinn spilaðist frekar jafnt og liðin skiptust á forystu. Það var smá bið eftir fyrstu körfunni en Marko Bakovic opnaði síðan stigaskorið með flottri troðslu. Heimamenn komust mest fimm stigum yfir en gestirnir svöruðu og leiddu með tveimur stigum 22-24 í lok leikhlutans. Báðum liðunum gekk erfiðlega að hitta í körfuna í byrjun 2. leikhluta en síðan tók við þriggja stiga sýning hjá gestunum. Þeir hittu fjórum þristum niður í röð og náðu upp 10 stiga forystu. Emil Karel Einarsson fyrirliði Þórs náði að halda sínum mönnum inni í leiknum með tveimur þristum og magnaðri vörslu og staðan í hálfleik 40-46 Haukum í vil. Heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu 3. leikhluta heldur betur af krafti. Emil setti niður þrjá þrista á fyrstu tveimur mínútunum og kom Þór yfir í 49-48. Heimamenn héldu þessari byrjun við og sýndu mögnuð tilþrif á köflum, Halldór Garðar Hermannsson gaf í tvígang ,,alleyoop‘‘ sendingu á Marko Bakovic sem kláraði í bæði skiptin snyrtilega í körfuna. Þá átti Marko nokkrar mikilvægar vörslur í þessum leikhluta. Þórsarar skoruðu 30 stig gegn 15 Hauka í þriðja leikhluta og leiddu með níu stigum, 70-61, fyrir lokaleikhlutann. Heimamenn komu inn í 4. leikhluta af sama krafti og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Emil hélt áfram að negla niður þriggja stiga körfum og kom þeim 11 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Haukar fundu engin almennileg svör og lauk leiknum með níu stiga sigri Þórs, 89-80.Af hverju vann Þór? Þórsarar eru með hörkulið og geta verið óstöðvandi sóknarlega þegar sá gír er á þeim. Þrír þristar Emils á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks settu tóninn fyrir það sem koma skyldi og eftir það stigu Þórsarar aldrei af bremsunni. Haukar áttu lítil svör varnarlega og nýttu illa auðveld skotfæri. Dino Butorac er að koma vel inn sem leikstjórnandi í liði Þórs og aðrir leikmenn liðsins voru að skila mikilvægu framlagi.Hverjir stóðu upp úr? Marko Bakovic var klettur í vörn Þórsara og varði skot á dýrmætum augnablikum, var alls með fimm vörslur. Hann setti einnig niður mikilvæg stig, var alls með 17 stig og tók 10 fráköst. Það er erfitt að gera upp á milli hans og fyrirliðans Emils, sem setti niður 7 þriggja stiga skot og var með 22 stig í leiknum. Þá get ég ekki sleppt því að nefna Halldór Garðar Hermannsson sem var með 26 stig og 12 stoðsendingar í leiknum. Annars var frammistaða Þórs sem liðs mjög góð. Lykilmenn hjá Haukum eins og Kári Jónsson og Gerald Robinson áttu ekki sinn besta leik en Gunnar Ingi Harðarson átti góða innkomu af bekknum og setti niður 14 stig. Þá sýndi Hjálmar Stefánsson fín tilþrif á köflum sem og Emil Barja sem var með 8 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Með sigrinum í kvöld lyfti Þór sér upp í 8.sæti á meðan Haukar sitja í 5.sæti. Haukar taka á móti ÍR í næstu umferð, en þeir hafa verið sjóðheitir undanfarið og sigruðu sinn þriðja leik í röð gegn Íslandsmeisturum KR fyrr í kvöld. Þór heimsækir nýliða Fjölnis í Grafarvoginn en þeir eru sem stendur í 11. sæti.Frikki: Karakterinn frábær Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum ánægður með sigur síns liðs í leiknum. „Ég er mjög ánægður og sérstaklega með varnarleikinn í seinni hálfleik. Það voru hlutir sem við gátum gert betur í fyrri hálfleik sem við ræddum um í góðu tómi í hálfleik og mér fannst við gera mjög vel að flestu leyti eftir það. Við náðum undirtökunum í þriðja leikhluta og karakterinn og varnarleikur liðsins var bara frábær.“ Friðrik var ánægður með liðsheildina í kvöld: „Ég er mjög glaður fyrir hönd okkar og strákanna að ná þessum sigri. Ég var mjög ánægður með heildarbraginn á liðinn og traustið verður alltaf betra og betra, ef að við spilum saman og gerum hlutina saman þá gengur miklu betur í vörn og sókn. Það voru margir sem lögðu hönd á plóg í dag og það var mjög ánægjulegt að fá Ragnar Braga og Davíð inn af bekknum í þessum leik sem hafa verið að glíma við frekar alvarleg meiðsli. Það skiptir miklu máli fyrir okkur,“ sagði Friðrik að lokum.Martin: Þriðji leikhlutinn var lykillinn Israel Martin þjálfari Hauka segir slæman þriðja leikhluta síns liðs hafa ráðið úrslitum í leiknum: „Þriðji leikhlutinn var lykillinn. Við stjórnuðum leiknum í fyrsta og öðrum leikhluta og fjórði leikhluti var jafn. Við fáum á okkur 40 stig á 15 mínútna kafla sem er of mikið og leikurinn réðst af þessum kafla. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ „Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik og fengu trú eftir það. Þeir voru líkamlega sterkari og við gátum ekki stöðvað þá varnarlega. Þeir tóku 13 fráköstum meira en við og það er of mikið fyrir okkur.“Emil: Ef við mætum ekki 100% í leiki töpum við Emil Karel Einarsson fyrirliði Þorlákshafnarliðsins var ánægður með sína menn: „Við mættum tilbúnir í seinni hálfleik og létum bara vaða. Ég er ánægður með hvernig Dino kemur inn og stjórnar leiknum fyrir okkur. Við erum byrjaðir að stjórna hraðanum á leiknum miklu meira en við vorum að gera. Ef við viljum hlaupa hratt þá hlaupum við hratt og ef við viljum róa okkur niður þá gerum við það.“ Spurður út í hvort Þórs-liðið eigi ekki mikið inni segir Emil að liðið þurfi að mæta tilbúið í alla leiki til að vinna: „Það er stígandi í leiknum okkar og búið að vera leik frá leik en eins og ég sagði fyrir einhverjum 2-3 leikjum þá er þetta alltaf að fara að vera þannig að við þurfum að mæta 100% í alla leiki og ef við gerum það ekki þá erum við að fara að tapa. Það er hugarfarið okkar.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum