Guðmundur: Bylting að fá dúkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 14:00 Daði Freyr Guðmundsson svarar í keppni í tvíliðaleik í morgun og Magnús Kristinn Magnússon fylgist með. Þeir töpuðu fyrir keppendum frá Svartfjallalandi í morgun. Vísir/Vilhelm Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag. Íþróttir Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag.
Íþróttir Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira