NBA upphitun: Norðvesturriðill 27. október 2008 12:57 Deron Williams og Carlos Boozer, bestu leikmenn Utah Jazz NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. Utah Jazz vann nokkuð auðveldan sigur í þessum riðli á síðustu leiktíð og flestir hallast að því að það sama verði upp á teningnum næsta vor. Á meðan Denver virðist vera með veikara lið en á síðustu leiktíð, er Portland það lið sem á hvað bjartasta framtíð fyrir höndum í allri deildinni. Minnesota og Oklahoma City verða væntanlega með slakari liðum deildarinnar áfram, en Minnesota er þó með marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Utah Jazz Utah mætir til leiks með nánast óbreytt lið frá síðasta vetri þar sem það féll úr leik gegn LA Lakers í annari umferð úrslitakeppninnar. Hér er á ferðinni nokkuð ungt lið sem getur bætt sig nokkuð, en það hefur ekkert gert til að laga helstu veikleika sína. Leikstjórnandinn Deron Williams (19 stig, 10 stoðs) og Carlos Boozer (21 stig, 10 frák) eru hornsteinar liðsins og urðu Ólympíumeistarar með bandaríska landsliðinu í sumar. Þessir tveir munu ráða því mikið hve langt liðið nær í vetur, en þeir fá góða hjálp frá mönnum eins og Mehmet Okur, Andrei Kirilenko og Kyle Korver. Utah var með bestan árangur allra liða í NBA á heimavelli á síðustu leiktíð en var afleitt á útivöllum. Varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins og það vantar átakanlega stóran varnarmann til að fylla teiginn. Liðið mun áfram verða eitt af 4-6 bestu liðum Vesturdeildarinnar en á ekki raunhæfa möguleika á að ná lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar með núverandi mannskap. Þá hangir það yfir liðinu að þeir Carlos Boozer, Mehmet Okur og Kyle Korver verða með lausa samninga eftir komandi leiktíð. Denver NuggetsCarmelo Anthony og Allen IversonNordicPhotos/GettyImagesSagt er að varnarleikur sé lykillinn að því að vinna meistaratitla í NBA deildinni. Og hvað gerðu forráðamenn Denver eftir að liðinu var enn og aftur sópað út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor? Jú, þeir létu tvo bestu varnarmenn liðsins fara og fengu ekkert í staðinn.Af þessu að dæma má ætla að George Karl þjálfari ætli sér að halda áfram að reyna að vinna leiki á sóknarleiknum einum saman, nokkuð sem ekki hefur gengið sérstaklega vel í Denver.Ekkert tvíeyki skoraði meira en þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony í NBA deildinni í fyrra (52,1 stig í leik samanlagt), en þessar fallegu tölur bæta ekki upp fyrir brotthvarf fyrrum varnarmanns ársins (Marcus Camby til Clippers) og harðjaxlsins Eduardo Najera.Það verður að teljast gott ef Denver nær að komast í úrslitakeppnina næsta vor í ógnarsterkri vesturdeild og mikið má vera ef George Karl verður enn þjálfari liðsins á þessum tímapunkti að ári. Minnesota TimberwolvesUngt lið Minnesota á framtíðina fyrir sér, en er ekki tilbúið til að berjast um sæti í úrslitakeppninniNordicPhotos/GettyImagesMinnesota státar af nýjum búningum í ár, fékk til sín nýja skyttu í sumar, nýjan miðherja í nýliðavalinu og státar af einum besta unga kraftframherjanum í deildinni. Það þýðir þó ekki að tímabilið í vetur verði eintóm gleði hjá liðinu.Það hefur eflaust verið dapurlegt fyrir stuðningsmenn Minnesota að sjá fyrrum stórstjörnu liðsins til margra ára, Kevin Garnett, hampa meistaratitlinum með Boston á sínu fyrsta ári eftir að hann losnaði frá Minnesota.Það kemur í hlut eftirmanns hans Al Jefferson (21 stig og 11 fráköst að meðaltali) að leiða Wolves inn í nýja tíma og hann fær aðstoð frá stórskyttunni Mike Miller (16 stig að meðaltali) sem kom frá Memphis og nýliðans Kevin Love í vetur.Minnesota hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur ár í röð og á því verður engin breyting í vetur í gríðarlega sterkri Vesturdeild þar sem 50% vinningshlutfall er langt frá því að tryggja sæti í úrslitakeppninni. Oklahoma City ThunderKevin Durant er andlit Oklahoma ThunderNordicPhotos/GettyImagesEkkert lið hefur gengið undir meiri breytingar en Oklahoma í sumar, en það kemur leikmannahóp liðsins lítið við. Liðið sem áður hét Seattle Supersonics er nú orðið að Oklahoma Thunder.Nýtt umhverfi, nafn og búningar verður ekki nóg til að koma í veg fyrir að þetta lið verði eitt það slakasta í deildinni eins og í fyrra, en spenntir stuðningsmenn í Oklahoma City geta þó huggað sig við að fá að horfa á einn mest spennandi unga leikmann deildarinnar Kevin Durant.Durant sýndi af hverju hann var valinn númer tvö í nýliðavalinu á síðustu leiktíð þegar hann skilaði liðinu 20 stigum að meðaltali í leik og var kjörinn nýliði ársins með yfirburðum.Thunder fékk nokkra sæmilega leikmenn í sínar raðir í sumar og nýliðann Russell Westbrook, en liðið sem vann aðeins 20 leiki í fyrra má vel við una ef það nær að vinna 25 fyrir nýja stuðningsmenn sína í vetur. Portland TrailblazersGreg Oden og Brandon Roy eru lykilmenn hins efnilega Portland liðsNordicPhotos/GettyImagesFá lið í NBA deildinni lofa eins góðu fyrir framtíðina og Portland Trailblazers. Liðið varð fyrir áfalli í upphafi leiktíðar í fyrra þegar nýliðinn Greg Oden þurfti að fara í stóran hnéuppskurð og missti af allri leiktíðinni.Liðið kom hinsvegar mikið á óvart og var eitt af spútnikliðum leiktíðarinnar þrátt fyrir að það dalaði þó nokkuð á lokasprettinum.Með tilkomu Oden er Portland án nokkurs vafa eitt efnilegasta lið framtíðarinnar í NBA en ógerningur er að segja til um hvernig því á eftir að ganga í vetur. Þó má reikna með því að það bæti sig mikið með tilkomu hins tröllvaxna Oden í miðjunni og flestir spá því að hann verði á meðal efstu manna í fráköstum og vörðum skotum í vetur.Portland mun þó án efa verða liðið hans Brandon Roy (19 stig, 6 stoð, 5 frák) áfram, en þessi skemmtilegi bakvörður hefur sýnt frábær tilþrif og leiðtogahæfileika á fyrstu tveimur árum sínum í deildinni. Framherjinn LaMarcus Aldridge (18 stig, 8 frák) á líka eftir að bæta sig eftir góðan vetur í fyrra.Þá má ekki gleyma tveimur öðrum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með liðinu. Jerryd Bayless er efnilegur nýliði og þeir sem fylgdust með Ólympíuleikunum í sumar sáu hvers skorarinn Rudy Fernandez frá Spáni er megnugur.Þessu liði eru allir vegir færir í vetur og einu spurningamerkin sem sett eru við liðið eru leikstjórnandastaðan og heilsa og aðlögunarhæfni Greg Oden. Liðið fékk svo óvæntan bónus nú á haustdögum þegar fyrrum leikmaður liðsins Darius Miles var látinn fara frá Boston. Ef hann hefði spilað 10 leiki eða meira fyrir Boston í vetur hefðu laun hans komið aftur á bækur Portland og gert félaginu erfitt fyrir undir launaþakinu í framtíðinni. NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. Utah Jazz vann nokkuð auðveldan sigur í þessum riðli á síðustu leiktíð og flestir hallast að því að það sama verði upp á teningnum næsta vor. Á meðan Denver virðist vera með veikara lið en á síðustu leiktíð, er Portland það lið sem á hvað bjartasta framtíð fyrir höndum í allri deildinni. Minnesota og Oklahoma City verða væntanlega með slakari liðum deildarinnar áfram, en Minnesota er þó með marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Utah Jazz Utah mætir til leiks með nánast óbreytt lið frá síðasta vetri þar sem það féll úr leik gegn LA Lakers í annari umferð úrslitakeppninnar. Hér er á ferðinni nokkuð ungt lið sem getur bætt sig nokkuð, en það hefur ekkert gert til að laga helstu veikleika sína. Leikstjórnandinn Deron Williams (19 stig, 10 stoðs) og Carlos Boozer (21 stig, 10 frák) eru hornsteinar liðsins og urðu Ólympíumeistarar með bandaríska landsliðinu í sumar. Þessir tveir munu ráða því mikið hve langt liðið nær í vetur, en þeir fá góða hjálp frá mönnum eins og Mehmet Okur, Andrei Kirilenko og Kyle Korver. Utah var með bestan árangur allra liða í NBA á heimavelli á síðustu leiktíð en var afleitt á útivöllum. Varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins og það vantar átakanlega stóran varnarmann til að fylla teiginn. Liðið mun áfram verða eitt af 4-6 bestu liðum Vesturdeildarinnar en á ekki raunhæfa möguleika á að ná lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar með núverandi mannskap. Þá hangir það yfir liðinu að þeir Carlos Boozer, Mehmet Okur og Kyle Korver verða með lausa samninga eftir komandi leiktíð. Denver NuggetsCarmelo Anthony og Allen IversonNordicPhotos/GettyImagesSagt er að varnarleikur sé lykillinn að því að vinna meistaratitla í NBA deildinni. Og hvað gerðu forráðamenn Denver eftir að liðinu var enn og aftur sópað út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor? Jú, þeir létu tvo bestu varnarmenn liðsins fara og fengu ekkert í staðinn.Af þessu að dæma má ætla að George Karl þjálfari ætli sér að halda áfram að reyna að vinna leiki á sóknarleiknum einum saman, nokkuð sem ekki hefur gengið sérstaklega vel í Denver.Ekkert tvíeyki skoraði meira en þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony í NBA deildinni í fyrra (52,1 stig í leik samanlagt), en þessar fallegu tölur bæta ekki upp fyrir brotthvarf fyrrum varnarmanns ársins (Marcus Camby til Clippers) og harðjaxlsins Eduardo Najera.Það verður að teljast gott ef Denver nær að komast í úrslitakeppnina næsta vor í ógnarsterkri vesturdeild og mikið má vera ef George Karl verður enn þjálfari liðsins á þessum tímapunkti að ári. Minnesota TimberwolvesUngt lið Minnesota á framtíðina fyrir sér, en er ekki tilbúið til að berjast um sæti í úrslitakeppninniNordicPhotos/GettyImagesMinnesota státar af nýjum búningum í ár, fékk til sín nýja skyttu í sumar, nýjan miðherja í nýliðavalinu og státar af einum besta unga kraftframherjanum í deildinni. Það þýðir þó ekki að tímabilið í vetur verði eintóm gleði hjá liðinu.Það hefur eflaust verið dapurlegt fyrir stuðningsmenn Minnesota að sjá fyrrum stórstjörnu liðsins til margra ára, Kevin Garnett, hampa meistaratitlinum með Boston á sínu fyrsta ári eftir að hann losnaði frá Minnesota.Það kemur í hlut eftirmanns hans Al Jefferson (21 stig og 11 fráköst að meðaltali) að leiða Wolves inn í nýja tíma og hann fær aðstoð frá stórskyttunni Mike Miller (16 stig að meðaltali) sem kom frá Memphis og nýliðans Kevin Love í vetur.Minnesota hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur ár í röð og á því verður engin breyting í vetur í gríðarlega sterkri Vesturdeild þar sem 50% vinningshlutfall er langt frá því að tryggja sæti í úrslitakeppninni. Oklahoma City ThunderKevin Durant er andlit Oklahoma ThunderNordicPhotos/GettyImagesEkkert lið hefur gengið undir meiri breytingar en Oklahoma í sumar, en það kemur leikmannahóp liðsins lítið við. Liðið sem áður hét Seattle Supersonics er nú orðið að Oklahoma Thunder.Nýtt umhverfi, nafn og búningar verður ekki nóg til að koma í veg fyrir að þetta lið verði eitt það slakasta í deildinni eins og í fyrra, en spenntir stuðningsmenn í Oklahoma City geta þó huggað sig við að fá að horfa á einn mest spennandi unga leikmann deildarinnar Kevin Durant.Durant sýndi af hverju hann var valinn númer tvö í nýliðavalinu á síðustu leiktíð þegar hann skilaði liðinu 20 stigum að meðaltali í leik og var kjörinn nýliði ársins með yfirburðum.Thunder fékk nokkra sæmilega leikmenn í sínar raðir í sumar og nýliðann Russell Westbrook, en liðið sem vann aðeins 20 leiki í fyrra má vel við una ef það nær að vinna 25 fyrir nýja stuðningsmenn sína í vetur. Portland TrailblazersGreg Oden og Brandon Roy eru lykilmenn hins efnilega Portland liðsNordicPhotos/GettyImagesFá lið í NBA deildinni lofa eins góðu fyrir framtíðina og Portland Trailblazers. Liðið varð fyrir áfalli í upphafi leiktíðar í fyrra þegar nýliðinn Greg Oden þurfti að fara í stóran hnéuppskurð og missti af allri leiktíðinni.Liðið kom hinsvegar mikið á óvart og var eitt af spútnikliðum leiktíðarinnar þrátt fyrir að það dalaði þó nokkuð á lokasprettinum.Með tilkomu Oden er Portland án nokkurs vafa eitt efnilegasta lið framtíðarinnar í NBA en ógerningur er að segja til um hvernig því á eftir að ganga í vetur. Þó má reikna með því að það bæti sig mikið með tilkomu hins tröllvaxna Oden í miðjunni og flestir spá því að hann verði á meðal efstu manna í fráköstum og vörðum skotum í vetur.Portland mun þó án efa verða liðið hans Brandon Roy (19 stig, 6 stoð, 5 frák) áfram, en þessi skemmtilegi bakvörður hefur sýnt frábær tilþrif og leiðtogahæfileika á fyrstu tveimur árum sínum í deildinni. Framherjinn LaMarcus Aldridge (18 stig, 8 frák) á líka eftir að bæta sig eftir góðan vetur í fyrra.Þá má ekki gleyma tveimur öðrum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með liðinu. Jerryd Bayless er efnilegur nýliði og þeir sem fylgdust með Ólympíuleikunum í sumar sáu hvers skorarinn Rudy Fernandez frá Spáni er megnugur.Þessu liði eru allir vegir færir í vetur og einu spurningamerkin sem sett eru við liðið eru leikstjórnandastaðan og heilsa og aðlögunarhæfni Greg Oden. Liðið fékk svo óvæntan bónus nú á haustdögum þegar fyrrum leikmaður liðsins Darius Miles var látinn fara frá Boston. Ef hann hefði spilað 10 leiki eða meira fyrir Boston í vetur hefðu laun hans komið aftur á bækur Portland og gert félaginu erfitt fyrir undir launaþakinu í framtíðinni.
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13
NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13
NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57
NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27
NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13