Ísland í dag

Fréttamynd

Hannaði taubleyju sem fékk nafn sonarins

Eftir að hafa eignast tvö börn og aldrei verið ánægð með bleyjurnar sem framleiddar eru, réðst Arna Ýr Jónsdóttir sjálf í verkefnið og hannar nú sjálf bleyjur sem bæði Krónan og Hagkaup ætla að setja í sölu.

Lífið
Fréttamynd

Innlit í fallegt raðhús Elísabetar Jökuls

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er nýflutt í Hveragerði úr vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hún býr nú í flottu nýju raðhúsi og þar hefur hún að eigin sögn hafið nýtt líf með nýjum lífsstíl og nýjum ævintýrum.

Lífið
Fréttamynd

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Lífið
Fréttamynd

Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi

Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“

Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið
Fréttamynd

Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega

Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi.

Innlent
Fréttamynd

„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskur Versace marmari út um allt

Í Keflavík leynist fimm stjörnu hótelið Hótel Keflavík þar sem ítalskar marmaraflísar og einstök ítölsk Versace hönnun er að finna um allt hótelið.

Lífið
Fréttamynd

„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning
Fréttamynd

Af­hjúpaði gróða­væn­legasta lukku­hjól borgarinnar

Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur.

Lífið