Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 10:53 Andrés Jónsson almannatengill spáði í forsetakosningarnar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Vísir/Einar Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira
Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira