Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar. Neytendur 23.12.2024 13:35
Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur slegið á putta Kilroy Iceland þar sem athugasemdir voru gerðar við upplýsingagjöf fyrirtækisins til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum. Neytendur 23.12.2024 07:59
„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra. Innlent 21.12.2024 22:43
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12. desember 2024 09:32
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. Atvinnulíf 11. desember 2024 07:01
Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila. Viðskipti innlent 10. desember 2024 10:00
Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. Innlent 10. desember 2024 09:38
Köld eru kvennaráð – eða hvað? Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun. Skoðun 8. desember 2024 09:03
Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6. desember 2024 10:04
Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Níu teymi kynntu verkefni sín á sviði ferðaþjónustu í viðskiptahraðalnum Startup Tourism 2024 á Hótel Reykjavík Natura í síðustu viku þar sem saman var kominn hópur fjárfesta og bakhjarla. Viðskipti innlent 3. desember 2024 07:35
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Kötlujökli rétt fyrir klukkan 11 vegna einstaklings sem slaðist á fæti í íshellaferð á svæðinu. Innlent 29. nóvember 2024 11:23
Rangfærslur um ferðaþjónustuna Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Skoðun 28. nóvember 2024 20:47
Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Ég er stolt af íslenskri ferðaþjónustu. Hún er ekki aðeins mikilvægur burðarás í efnahagslífi okkar, stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslandssögunnar og aflvaki nýsköpunar um allt land. Ferðaþjónustan gerir okkur betri á okkar heimavelli – hún gerir okkur að stoltari gestgjöfum. Skoðun 28. nóvember 2024 17:22
Ásýnd spillingar Þetta Kynnisferða/ICELANDIA mál lítur ekki fallega út í baksýnisspeglinum. Kynnisferðir hafa gert það glimrandi gott í rúmlega tvö ár undir fölsku firmaheiti ICELANDIA. Fyrirtækið hefur fjárfest tugi milljóna til langframa í markaðsetningu erlendis undir þessu heiti og gengið vel þessi 2 ár. Þénustan er yfir 10 milljarðar í veltu og hagnaður ársins 1,3 milljarðar. Auk þess keypti Kynnisferðir hf 260 þús kr hlutafé af eigendum sínum fyrir 400 milljónir. Húrra fyrir þeim! Skoðun 28. nóvember 2024 16:21
Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Skoðun 28. nóvember 2024 13:42
Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson segir að undanfarið hafi verið ákveðin orðræða í þjóðfélaginu sem hafi beinst gegn innflytjendum. Hann leikstýrir nýrri auglýsingu á vegum Guide to Europe og segir þar um að ræða sitt svar gegn þeirri orðræðu sem hann segir ekki síst koma frá ráðamönnum. Hann hefur nóg fyrir stafni en Rottweiler gefur út nýtt lag á morgun. Lífið 27. nóvember 2024 16:57
Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 26. nóvember 2024 16:53
Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Skoðun 26. nóvember 2024 13:12
Ég á ‘etta, ég má ‘etta Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. Skoðun 25. nóvember 2024 16:40
Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Innlent 23. nóvember 2024 19:52
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. Innlent 22. nóvember 2024 21:50
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Skoðun 22. nóvember 2024 16:45
„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22. nóvember 2024 13:18
Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að efla heilsárs markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna, sérstaklega á þessum eldsumbrotatímum sem nú eru uppi. Hún undirritaði í gær samning við Íslandsstofu sem gildir til loka næsta árs og felur í sér 200 milljóna króna framlag frá ráðuneytinu. Viðskipti innlent 22. nóvember 2024 11:33