
Hlaup

Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi
Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda
Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa.

Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið
Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert.

Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann
Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts.

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni
Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu
Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin hljóp sitt fyrsta maraþon í Los Angeles um helgina. Í hlaupinu klæddist hann bleiku setti og hvítum hlaupaskóm, sem pössuðu fullkomlega við hið sólríka umhverfi.

Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti
Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og afreksíþróttamaður segir samfélagið á kolrangri leið þegar kemur að heilsu fólks. Sigurjón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir hinar raunverulegu öfgar í heilsu vera hreyfingarleysi, að borða gjörunnin matvæli og sykur. Fjöldi fólks sé að rífa sig niður fyrir eitthvað sem í grunninn sé ekki þeim að kenna:

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons
Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM
Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði.

Neytendastofa hjólar í hlaupara
Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs
Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að bæta Íslandsmetum í safnið og bæta eigin met en hann bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss í dag um rúmar tvær sekúndur.

„Bara á Íslandi“
Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka.

Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun
Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul.

Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann
Upp á síðkastið hafa mögulega einhverjir tekið eftir hlaupurum bæði í ræktinni og utandyra sem eru að hlaupa afturábak. Það er að minnsta kosti erfitt að taka ekki eftir þeim ef þeir eru á svæðinu.

Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun
Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda.

Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot
Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum.

Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“
Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi.

Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi
Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra.

Þorleifur vann og endurheimti Íslandsmetið
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag og lauk í nótt. Þorleifur Þorleifsson kom, sá og sigraði og sett nýtt Íslandsmet þegar hann kláraði 62 hringi, eða 415,4 kílómetraFylgst var með í Vaktinni hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.

Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið
Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir.

Arnar Pétursson átti sitt besta hlaup í Berlín
Langhlauparinn Arnar Pétursson bætti sinn besta tíma í maraþoni þegar hann kom 67. í mark í Berlínarmaraþoninu í dag, sunnudag. Hann hljóp á tveimur klukkustundum, tuttugu mínútum og fjórum sekúndum.

Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins
Bergsveinn Ólafsson doktorsnemi og frumkvöðull hefur verið að notast við Neubria vörurnar með einstökum árangri en hann upplifir aukinn stuðning í daglegum verkum.

Fáránlegt hneyksli ofurhlaupara: Breyttu Wikipedia-síðum
Ein þekktasta ofurhlaupakona heims og eiginmaður hennar hafa stundað það að skreyta Wikipedia-síðu hennar og jafnframt breytt Wikipedia-síðum hjá öðrum hlaupurum til að láta þá líta verr út.

Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“
Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu.

Tóku hraðanum misalvarlega en hlupu fyrir langveik börn
Yfir þrjátíu barþjónar tóku sig saman og hlupu þrjá hringi í kringum Austurvöll með Negroni í hönd síðastliðinn föstudag. Barþjónarnir keyptu hlaupanúmer til styrktar Mía Magic samtökunum á Íslandi sem styðja við þjónustu langveikra barna.

Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu
Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25.

Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur
Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt.

Marlena er sigurvegari Bakgarðshlaupsins
Áttunda Bakgarðshlaupið fór fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu og margir af sterkustu hlaupurum landsins tóku þátt. Fylgst var með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan.

Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“
„Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin.

Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið
„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.