Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Caitriona Jennings er Ólympíufari og hefur keppt í hlaupum nær alla tíð. Nú einbeitir hún sér að lengri hlaupum. Getty/Christopher Wong Írska íþróttakonan Caitriona Jennings setti heimsmet í hundrað mílna hlaupi um helgina þegar hún hljóp þessa 180 kílómetra á tólf klukkustundum, 37 mínútum og fjórum sekúndum. Jennings bætti gamla metið um meira en fimm mínútur en metið setti hún í hundrað mílu hlaupinu í Illinois í Bandaríkjunum. Ótrúlegt en satt var þetta fyrsta keppni hennar í þessari vegalengd en hún átti einu sinni heimsmetið í fimmtíu mílu hlaupi sem hún missti reyndar þessa sömu helgi. Life has returned to normal very quickly for new Donegal world record holder Caitriona Jennings, but she still had time to reflect on her incredible performance in the 100-mile race in Illinois. pic.twitter.com/l85hHjTgjj— RTÉ Sport (@RTEsport) November 10, 2025 Hún hélt fullkomnum hraða mestallt hundrað mílna hlaupið og hljóp hverja mílu á sjö mínútum og 26 sekúndum. Hún hægði aðeins á sér á lokasprettinum en náði að halda sér undir heimsmetshraða og endaði í fjórða sæti í heildina. Írska ríkisútvarpið ákvað að heilsa upp á Jennings en hún var þá mætt í vinnuna eins og ekkert sé. Hún hafði þá þegar flogið heim til Írlands frá Bandaríkjunum með næturflugi. „Endurheimtin hefur bara gengið vetur en í bjóst við. Mér líður vel,“ sagði Caitriona Jennings þegar hún var mætt til vinnu aðeins 48 klukkustundum eftir að hafa hlaupið í meira en tólf klukkutíma og sett nýtt heimsmet. „Ég er stíf og tröppur eru svolítil áskorun. En ég hélt klárlega að ég yrði verri,“ sagði hún. „Ég hef verið verri eftir styttri hlaup en þetta hefur gengið vel. Það sem má lesa úr því er að undirbúningurinn var greinilega réttur hjá mér fyrir þetta hlaup,“ sagði Jennings. „Ég vissi að ég yrði að vera rosalega þolinmóð í byrjun hlaupsins, svona að minnsta kosti fyrstu fimmtíu mílurnar. Ég fann næringuna vel skipulagða og eiginmaðurinn var þarna til að styðja við bakið á mér,“ sagði Jennings. „Hann var mættur á fimm mílna fresti með allt sem ég þurfti, hvort sem það voru drykkir, gel eða bara vatn. Ég vissi að ef ég næði að drekka nóg og ná nægri orku í gegnum matinn og næði að halda réttum hraða þá yrði þetta góður dagur,“ sagði Jennings. View this post on Instagram A post shared by RTÉ News (@rtenews) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Jennings bætti gamla metið um meira en fimm mínútur en metið setti hún í hundrað mílu hlaupinu í Illinois í Bandaríkjunum. Ótrúlegt en satt var þetta fyrsta keppni hennar í þessari vegalengd en hún átti einu sinni heimsmetið í fimmtíu mílu hlaupi sem hún missti reyndar þessa sömu helgi. Life has returned to normal very quickly for new Donegal world record holder Caitriona Jennings, but she still had time to reflect on her incredible performance in the 100-mile race in Illinois. pic.twitter.com/l85hHjTgjj— RTÉ Sport (@RTEsport) November 10, 2025 Hún hélt fullkomnum hraða mestallt hundrað mílna hlaupið og hljóp hverja mílu á sjö mínútum og 26 sekúndum. Hún hægði aðeins á sér á lokasprettinum en náði að halda sér undir heimsmetshraða og endaði í fjórða sæti í heildina. Írska ríkisútvarpið ákvað að heilsa upp á Jennings en hún var þá mætt í vinnuna eins og ekkert sé. Hún hafði þá þegar flogið heim til Írlands frá Bandaríkjunum með næturflugi. „Endurheimtin hefur bara gengið vetur en í bjóst við. Mér líður vel,“ sagði Caitriona Jennings þegar hún var mætt til vinnu aðeins 48 klukkustundum eftir að hafa hlaupið í meira en tólf klukkutíma og sett nýtt heimsmet. „Ég er stíf og tröppur eru svolítil áskorun. En ég hélt klárlega að ég yrði verri,“ sagði hún. „Ég hef verið verri eftir styttri hlaup en þetta hefur gengið vel. Það sem má lesa úr því er að undirbúningurinn var greinilega réttur hjá mér fyrir þetta hlaup,“ sagði Jennings. „Ég vissi að ég yrði að vera rosalega þolinmóð í byrjun hlaupsins, svona að minnsta kosti fyrstu fimmtíu mílurnar. Ég fann næringuna vel skipulagða og eiginmaðurinn var þarna til að styðja við bakið á mér,“ sagði Jennings. „Hann var mættur á fimm mílna fresti með allt sem ég þurfti, hvort sem það voru drykkir, gel eða bara vatn. Ég vissi að ef ég næði að drekka nóg og ná nægri orku í gegnum matinn og næði að halda réttum hraða þá yrði þetta góður dagur,“ sagði Jennings. View this post on Instagram A post shared by RTÉ News (@rtenews)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti