Stangveiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Veiði 20.6.2011 12:11 Fyrsti laxinn í Elliðaánum Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Veiði 20.6.2011 10:20 Laxá í Kjós opnaði í morgun Laxá í Kjós opnaði í morgun með laxi úr Kvíslarfossi eða kl. 8:22. Var það Ólafur Þór Ólafsson formaður veiðifélags Kjósarhrepps sem veiddi fyrsta laxinn. Falleg 10punda hrygna. Töluvert af laxi virðist vera gengin í Kjósina og fyrstu laxinn sást þar fyrir um þremur vikum síðan. Veiði 20.6.2011 10:09 Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði hófst í Hítará á Mýrum í gær. Eftir einn dag höfðu veiðimenn fengið tvo laxa og misst aðra tvo. Annar laxinn var smálax, en hinn 80cm hrygna. Veiði 20.6.2011 10:04 Norðurá komin yfir 100 laxa 100 laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Kalt og hvasst hefur verið á Norðurárbökkum síðustu daga og aðstæður með erfiðara móti Veiði 20.6.2011 09:59 Laugardalsá opnuð Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina.. Veiði 18.6.2011 12:19 Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! Veiði 18.6.2011 12:12 Veiðin að glæðast í vötnunum Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Veiði 18.6.2011 12:05 Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Veiði 16.6.2011 16:09 Góður gangur í Þverá/Kjarrá Þverá gerði ekkert annað en að batna í gær og það var líka líf í Kjarrá sem opnaði seinni partinn. Norðurá hefur og glæðst mikið að undanförnu. Það er enn kalt og hvasst að norðan í Borgarfirði. Veiði 16.6.2011 14:19 Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær 15 júní og fengum við fréttir frá Ragnari á bakka veiðiverði í morgun en fyrsti dagurinn gaf 14 silunga sem er bara nokkuð fínn byrjunardagur og lofar góðu. Veiði 16.6.2011 14:15 Laxar farnir að sjást víða Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Veiði 16.6.2011 08:51 Tungufljótsdeilan til lykta leidd Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa. Veiði 15.6.2011 10:41 Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Síðari áfangi í hreinsun Elliðaánna verður unninn nk. fimmtudag, 16. júní, kl. 17:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta við veiðihúsið þann dag og taka þátt í þessu þakkláta verkefni. Veiði 14.6.2011 16:12 Laxá í Kjós í góðum málum Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Veiði 14.6.2011 15:41 Laxveiðin á góðu róli Blanda er að glæðast og Norðurá hefur verið í bærilegu lagi síðustu daga. Þverá/Kjarrá opna á morgun og uppúr helginni fer síðan skriðan af stað. Veiði 14.6.2011 15:04 Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt. Veiði 14.6.2011 10:53 Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins. Veiði 14.6.2011 10:26 Gott skot í Hörgá "Ég og Daníél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá. Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg." Veiði 14.6.2011 10:21 Laxinn mættur í Sogið Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Veiði 14.6.2011 09:19 Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Við fengum þessa mynd senda frá Vigni Grétari Stefánssyni sem var við veiðar í Baugstaðarós og náði meðal annars þessum 10 punda sjóbirting. En að auki náðust tveir aðrir, 5 og 6 punda. Þetta er stærsti sjóbirtingurinn úr Baugstaðarós á þessu tímabili eftir því sem við best vitum og að sögn þeirra sem hafa verið á svæðinu undanfarið hefur verið slatti af fiski og veiðin mjög fín. Veiði 14.6.2011 09:13 Frábært bleikjuskot í Hópinu Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda. Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér. Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi okkur fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan: Veiði 12.6.2011 12:43 Laxinn mættur í Langá og Grímsá Samkvæmt okkar heimildum sáust laxar við Laxfoss í Grímsá í gær og einhverjir á veiðistöðunum fyrir neðan. Og við hjá Veiðivísi vorum á ferðinni norður á föstudaginn og kíktum í Skugga í Langá, það fór ekki á milli mála að það lágu tveir laxar í Strengjunum. Þetta eru góðar fréttir því það styttist í opnun í Grímsá eða nánar tiltekið opnar hún 22. júní og það verður spennandi að sjá hvernig hún opnar þetta árið því í fyrra gekk mjög vel frá fyrsta degi. Veiði 12.6.2011 12:20 Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiðiskóli SVAK hefst sunnudaginn 19. júní og þar verður eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. þEtta er upplagt fyrir þá sem vilja læra meira um veiði og vera betur undirbúnir áður en sá stóri bítur á í sumar. Veiði 10.6.2011 13:18 Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Það brá eflaust mörgum þegar þeir sáu Esjuna hvíta í morgun eftir að hafa heyrt veðurspánna þar sem spáð er hlýindum um helgina. Það eru margir á leiðinni í veiðitúr og nokkrir af vinum okkar hjá Veiðivísi eru við Norðurá og þar var kalt í morgun. Það veiðist þó ágætlega í kuldanum og hollið sem tók við af opnunarhollinu var t.d. með fleiri laxa en opnunin. það hefur ekki gerst lengi. Það veit vonandi á góðann júnímánuð þegar veiðin fer jafnvel af stað og hún virðist gera og það verður því spennandi að heyra aflatölur úr ánni eftir helgina. Veiði 10.6.2011 10:54 Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði 10.6.2011 10:47 Veiðasaga úr Hvíta Við fengum aðra skemmtilega veiðisögu senda frá veiðimanni sem óskaði nafnleyndar, þetta er einn af skemmtilegri mönnum sem menn geta veitt með en hann er líklega ekki stoltur af þessum hrakningum. Veiði 9.6.2011 16:54 Veiðisaga frá Skagaheiði Hér er ein innsend veiðisaga frá Inga H. Guðjónssyni. Við minnum ykkur á að við drögum úr innsendum veiðifréttum 1. júlí og það verður glæsilegt veiðileyfi í boði. Sendið okkur ykkar veiðifrétt á kalli@365.is Veiði 9.6.2011 12:46 Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Veiði 9.6.2011 10:00 Gott vatnsár framundan í Langá Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Veiði 9.6.2011 09:45 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 … 93 ›
Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Veiði 20.6.2011 12:11
Fyrsti laxinn í Elliðaánum Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Veiði 20.6.2011 10:20
Laxá í Kjós opnaði í morgun Laxá í Kjós opnaði í morgun með laxi úr Kvíslarfossi eða kl. 8:22. Var það Ólafur Þór Ólafsson formaður veiðifélags Kjósarhrepps sem veiddi fyrsta laxinn. Falleg 10punda hrygna. Töluvert af laxi virðist vera gengin í Kjósina og fyrstu laxinn sást þar fyrir um þremur vikum síðan. Veiði 20.6.2011 10:09
Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði hófst í Hítará á Mýrum í gær. Eftir einn dag höfðu veiðimenn fengið tvo laxa og misst aðra tvo. Annar laxinn var smálax, en hinn 80cm hrygna. Veiði 20.6.2011 10:04
Norðurá komin yfir 100 laxa 100 laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Kalt og hvasst hefur verið á Norðurárbökkum síðustu daga og aðstæður með erfiðara móti Veiði 20.6.2011 09:59
Laugardalsá opnuð Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina.. Veiði 18.6.2011 12:19
Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! Veiði 18.6.2011 12:12
Veiðin að glæðast í vötnunum Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Veiði 18.6.2011 12:05
Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Veiði 16.6.2011 16:09
Góður gangur í Þverá/Kjarrá Þverá gerði ekkert annað en að batna í gær og það var líka líf í Kjarrá sem opnaði seinni partinn. Norðurá hefur og glæðst mikið að undanförnu. Það er enn kalt og hvasst að norðan í Borgarfirði. Veiði 16.6.2011 14:19
Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær 15 júní og fengum við fréttir frá Ragnari á bakka veiðiverði í morgun en fyrsti dagurinn gaf 14 silunga sem er bara nokkuð fínn byrjunardagur og lofar góðu. Veiði 16.6.2011 14:15
Laxar farnir að sjást víða Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Veiði 16.6.2011 08:51
Tungufljótsdeilan til lykta leidd Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa. Veiði 15.6.2011 10:41
Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Síðari áfangi í hreinsun Elliðaánna verður unninn nk. fimmtudag, 16. júní, kl. 17:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta við veiðihúsið þann dag og taka þátt í þessu þakkláta verkefni. Veiði 14.6.2011 16:12
Laxá í Kjós í góðum málum Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Veiði 14.6.2011 15:41
Laxveiðin á góðu róli Blanda er að glæðast og Norðurá hefur verið í bærilegu lagi síðustu daga. Þverá/Kjarrá opna á morgun og uppúr helginni fer síðan skriðan af stað. Veiði 14.6.2011 15:04
Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt. Veiði 14.6.2011 10:53
Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins. Veiði 14.6.2011 10:26
Gott skot í Hörgá "Ég og Daníél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá. Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg." Veiði 14.6.2011 10:21
Laxinn mættur í Sogið Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Veiði 14.6.2011 09:19
Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Við fengum þessa mynd senda frá Vigni Grétari Stefánssyni sem var við veiðar í Baugstaðarós og náði meðal annars þessum 10 punda sjóbirting. En að auki náðust tveir aðrir, 5 og 6 punda. Þetta er stærsti sjóbirtingurinn úr Baugstaðarós á þessu tímabili eftir því sem við best vitum og að sögn þeirra sem hafa verið á svæðinu undanfarið hefur verið slatti af fiski og veiðin mjög fín. Veiði 14.6.2011 09:13
Frábært bleikjuskot í Hópinu Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda. Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér. Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi okkur fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan: Veiði 12.6.2011 12:43
Laxinn mættur í Langá og Grímsá Samkvæmt okkar heimildum sáust laxar við Laxfoss í Grímsá í gær og einhverjir á veiðistöðunum fyrir neðan. Og við hjá Veiðivísi vorum á ferðinni norður á föstudaginn og kíktum í Skugga í Langá, það fór ekki á milli mála að það lágu tveir laxar í Strengjunum. Þetta eru góðar fréttir því það styttist í opnun í Grímsá eða nánar tiltekið opnar hún 22. júní og það verður spennandi að sjá hvernig hún opnar þetta árið því í fyrra gekk mjög vel frá fyrsta degi. Veiði 12.6.2011 12:20
Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiðiskóli SVAK hefst sunnudaginn 19. júní og þar verður eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. þEtta er upplagt fyrir þá sem vilja læra meira um veiði og vera betur undirbúnir áður en sá stóri bítur á í sumar. Veiði 10.6.2011 13:18
Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Það brá eflaust mörgum þegar þeir sáu Esjuna hvíta í morgun eftir að hafa heyrt veðurspánna þar sem spáð er hlýindum um helgina. Það eru margir á leiðinni í veiðitúr og nokkrir af vinum okkar hjá Veiðivísi eru við Norðurá og þar var kalt í morgun. Það veiðist þó ágætlega í kuldanum og hollið sem tók við af opnunarhollinu var t.d. með fleiri laxa en opnunin. það hefur ekki gerst lengi. Það veit vonandi á góðann júnímánuð þegar veiðin fer jafnvel af stað og hún virðist gera og það verður því spennandi að heyra aflatölur úr ánni eftir helgina. Veiði 10.6.2011 10:54
Veiðasaga úr Hvíta Við fengum aðra skemmtilega veiðisögu senda frá veiðimanni sem óskaði nafnleyndar, þetta er einn af skemmtilegri mönnum sem menn geta veitt með en hann er líklega ekki stoltur af þessum hrakningum. Veiði 9.6.2011 16:54
Veiðisaga frá Skagaheiði Hér er ein innsend veiðisaga frá Inga H. Guðjónssyni. Við minnum ykkur á að við drögum úr innsendum veiðifréttum 1. júlí og það verður glæsilegt veiðileyfi í boði. Sendið okkur ykkar veiðifrétt á kalli@365.is Veiði 9.6.2011 12:46
Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Veiði 9.6.2011 10:00
Gott vatnsár framundan í Langá Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Veiði 9.6.2011 09:45