Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2011 13:26 Mynd: www.svfr.is Stórveiðikonan Hekla Sólveig Gísladóttir veiddi í gær, föstudag, stærsta laxinn sem fengist hefur í Elliðaánum í sumar. Hekla er 14 ára gömul og strax orðin vön veiðikona og hefur komið í Elliðaárnar áður og þekkir því nokkuð til. Hekla Sólveig var með föður sínum, Gísla Má Ágústssyni, við veiðar á seinni vaktinni þegar hún renndi í Stórhyl og setti í laxinn. Fiskurinn, sem var hrygna, var strax mjög erfiður og leið ekki á löngu áður en hann rauk niður úr hylnum, niður í næsta pott fyrir neðan og lét sig síðan vaða fram af Stórafossi. Þá var tvísýnt um hvernig fara myndi. Fékkst þá lítt við ráðið og fylgdi veiðkonan fiskinum eftir með föður sínum, sem var henni til aðstoðar. Það var síðan ekki fyrr en á fossbrúninni í Skáfossum, sem eru nokkuð neðar í ánni, að lokst tókst að stöðva fiskinn og það var ekki fyrr en eftir hörð átök að Heklu Sólveigu tókst að landa honum. Í ljósi stærðar laxins var reynt að koma honum til lífs í því skyni að sleppa honum, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Var þó reynt vel og lengi. Var laxinn síðan úrskurðaður látinn af veiðiverði við komu í veiðihús. Reyndist fiskurinn hrygna, 6,0 kg að þyngd og 83 cm að legnd. ummál var 41 cm. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn í Elliðaánum Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði
Stórveiðikonan Hekla Sólveig Gísladóttir veiddi í gær, föstudag, stærsta laxinn sem fengist hefur í Elliðaánum í sumar. Hekla er 14 ára gömul og strax orðin vön veiðikona og hefur komið í Elliðaárnar áður og þekkir því nokkuð til. Hekla Sólveig var með föður sínum, Gísla Má Ágústssyni, við veiðar á seinni vaktinni þegar hún renndi í Stórhyl og setti í laxinn. Fiskurinn, sem var hrygna, var strax mjög erfiður og leið ekki á löngu áður en hann rauk niður úr hylnum, niður í næsta pott fyrir neðan og lét sig síðan vaða fram af Stórafossi. Þá var tvísýnt um hvernig fara myndi. Fékkst þá lítt við ráðið og fylgdi veiðkonan fiskinum eftir með föður sínum, sem var henni til aðstoðar. Það var síðan ekki fyrr en á fossbrúninni í Skáfossum, sem eru nokkuð neðar í ánni, að lokst tókst að stöðva fiskinn og það var ekki fyrr en eftir hörð átök að Heklu Sólveigu tókst að landa honum. Í ljósi stærðar laxins var reynt að koma honum til lífs í því skyni að sleppa honum, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Var þó reynt vel og lengi. Var laxinn síðan úrskurðaður látinn af veiðiverði við komu í veiðihús. Reyndist fiskurinn hrygna, 6,0 kg að þyngd og 83 cm að legnd. ummál var 41 cm. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn í Elliðaánum Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði