Bankahólfið

Fréttamynd

Víða getur nætt um fólk

Við Smáratorg í Kópavogi er að rísa hæsta bygging landsins og gnæfir þar yfir nærsveitir. Á efstu hæð verður forláta veitingastaður og sjálfsagt unun að horfa yfir. Mikil er eftirvæntingin því heyrst hefur af því að þegar hafi verið lögð inn pöntun fyrir jólahlaðborð starfsmanna deCODE í turninum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Forstjóraflétta

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnar­formanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Skattaparadís Ingólfs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór á kostum á ráðstefnu Glitnis í New York um jarðvarmavirkjanir. Þar dró hann upp skemmtilega mynd af því hvernig Reykjavík væri eina höfuðborgin sem hlyti nafn af jarðvarma, þegar Ingólfur Arnarson nefndi staðinn eftir reyknum sem steig upp frá heitum laugunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðlast í Símanum?

Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlir milljónerar

Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkasti hundurinn?

Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður í smákökum

Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðar­tökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlu fjárfestarnir

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldurinn skiptir máli

Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnir á norsku bankakrísuna

Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjálpa til með guðsgjöfina

„Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklar væntingar

Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkifréttir

Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing eða Kápþíng?

Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novafone?

Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afturgengin þvættisskýrsla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti á vef sínum í liðinni viku heljarinnar úttekt á stöðu mála hér með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og varna gegn hryðjuverkavá. Framsetningin var: Landsskýrsla númer 7/254, júlí 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björk og ríkisskulda-bréfin

Walter Updegrave, einn ritstjóra CNN Money tímaritsins, treystir sér ekki til að mæla með kaupum á íslenskum ríkisskuldabréfum í svari við fyrirspurn sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Ritstjórinn segir að vissulega hafi ávöxtun ríkisskuldabréfa verið góð undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftirlit flytur í bankahverfi

Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining í Færeyjum

Vinnuvitan hefur keypt Vikublaðið í Færeyjum að því er Útvarpið í Færeyjum, Kringvarp Føroya, greindi frá í gær. Við þetta munu þrír risar vera um slaginn á færeyskum blaðamarkaði. Ástæða þess að Vikublaðið var selt er sögð að gott verð hafi fengist fyrir blaðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fátt er svo með öllu illt

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu, www.fme.is, þar sem fjallað er um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem innleidd verður 1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beckham borgar sig

Öldungadeild bandaríska þingsins setti á dögunum fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um þrjá milljarða íslenskra króna, til höfuðs hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þolinmóðir peningar

Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sleipur í viðskiptum

Starfsmenn bankanna hafa margvíslegan og fjölbreyttan bakgrunn. Bókvit dugar skammt þegar komið er út á vinnumarkaðinn og því verða menn að öðlast verkvitið sem allra fyrst. Liðsmenn greiningardeildar Landsbankans eiga margir glæstan starfsferil að baki þegar þeir ráða sig til vinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex milljarðar

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, ber ekki skarðan hlut frá borði við sölu á hlut sínum í Actavis til Novators. Verðmæti hlutar Róberts var 12,3 milljarðar og við lauslegan útreikning á kaupum hans á bréfum í félaginu frá upphafi má áætla að hreinn hagnaður hans, að undanskildum fjármagnskostnaði, sé rétt rúmir sex milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ónýtt gróðatækifæri

Vikuritið Vísbending hefur venjulega að geyma ýmislegt forvitnilegt og ígrundað. Í nýjasta heftinu fjallar bróðir ritstjórans, hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson um skýrslu um launamun karla og kvenna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auglýsingar drepa áhuga

Vísbending er laus við auglýsingar, en það sama verður ekki sagt um systurina Frjálsa Verslun. Margt hefur verið ljómandi vel gert í því blaði, en í aftari hluta blaðsins hafa auglýsingasalarnir tekið öll völd. Í ágætu blaði um konur í viðskiptalífinu er margt forvitnilegt að finna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rugga ekki bátnum

Mikið hefur verið rætt um hverjir hafi farið með völdin yfir digrum sjóðum Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Félaginu var stýrt af fimm manna stjórn sem sat í umboði 24 manna fulltrúaráðs sem virðist hafa skipað sig sjálft.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framtíðin flöktandi

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, var eitt sinn inntur eftir því af fréttamanni hvernig hann sæi fyrir sér þróun hlutabréfamarkaða í framtíðinni. „Þeir munu flökta“ var einfalt svar Greenspans. Skemmst er frá því að segja að hann hefur reynst sannspár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurkoma víkinganna

Ítarleg umfjöllun var um Kaupþing í bresku blöðunum Finanacial Times og Sunday Times um helgina undir yfirskriftinni Nýja víkingainnrásin. Bankinn hefur staðið í eldlínu stórra viðskipta í Bretlandi upp á síðkastið og stefnir nú allt í að bankinn ætli að standa í vegi fyrir því að breski stórmarkaðurinn Tesco ryðji sér leið inn í garðvörugeirann.

Viðskipti innlent