Kaupþing eða Kápþíng? 8. ágúst 2007 00:01 Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira