Kaupþing eða Kápþíng? 8. ágúst 2007 00:01 Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur