EM 2014 karla

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.

Bein útsending: Makedónía - Austurríki | Kemst Patrekur áfram?
Austurríki og Makedónía mætast í lokaumferð A-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku en í boði er sæti í milliriðli auk þess að það er afar líklegt að stigin úr þessum leik fylgi liðunum áfram í milliriðilinn.

Gaupi lýsir leik Íslands og Spánverja á Bylgjunni
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson mun lýsa leik Íslands og Spánverja á Bylgjunni í kvöld.

Þjálfari Spánverja: Verðum að stöðva Aron Pálmarsson
Montanes Cadenas, landsliðsþjálfari Spánar, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu og býst við erfiðum leik í Álaborg í kvöld.

Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir.

Ólafur: Verð klár ef kallið kemur
Skyttan unga, Ólafur Andrés Guðmundsson, byrjaði EM utan hóps en kom svo inn eftir fyrsta leik. Hann fær væntanlega tækifæri gegn Spánverjum í dag.

Sportspjallið: Landsliðið og EM í handbolta
Bjarki Sigurðsson og Guðlaugur Arnarsson voru gestir í fyrsta Sportspjallinu á nýju ári og ræddu um íslenska landsliðið í handbolta.

Sjúkraþjálfarinn lá kylliflatur í upphitunarboltanum
Íslenska landsliðið í handknattleik leikur þriðja leik sinn á Evrópumótinu í Danmörku í dag þegar það mætir Spánverjum.

Ísskápurinn verður ekki með Spánverjum gegn Íslendingum
Julen Aguinagalde, leikmaður Spánverja, verður ekki með liðinu gegn Íslendingum í dag en liðin mætast á Evrópumótinu í lokaleik riðilsins í Álaborg í dag.

Sverre: Þriðja stríðið á nokkrum dögum
Sverre Jakobsson bíður spenntur eftir að slást við spænsku tröllin í kvöld en hann sleppur við Aguinagalde.

Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari ætlar sér ekki að gefa heimsmeisturum Spánverja neitt frítt í úrslitaleik B-riðils á EM í kvöld. Undir eru líka tvö stig inn í milliriðilinn. Óvissa er með þátttöku nokkurra leikmanna.

Aron Pálmars: Ég fer nokkrum sinnum á dag til sjúkraþjálfaranna
Aron Pálmarsson verður í stöðugri meðhöndlun fram að leik í kvöld.

Færri Íslendingar í höllinni í kvöld
Strákarnir okkar hafa fengið frábæran stuðning í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Mun færri Íslendingar yfirgnæfðu Norðmenn og svo söng allur kórinn þjóðsönginn með glans á þriðjudag.

Karabatic með 88 prósent skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum
Frakkinn Nikola Karabatic hefur verið maðurinn á bak við tvo sigra Frakka á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku en Frakkar tryggðu sér sæti í milliriðli með því að vinna 28-27 sigur á Pólverjum í kvöld.

Ísland í hópi sex þjóða á EM sem eru komnar áfram
Annarri umferð af þremur í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Danmörku lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli en Króatar, Frakkar og Svíar tryggðu sér þar sæti í öðrum milliriðli.

Pólverjar töpuðu aftur með einu marki - Svíþjóð og Frakkland komin áfram
Svíar og Frakkar eru með fullt hús og gulltryggt sæti í milliriðli eftir sigra í seinni leikjum dagsins á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Svíar unnu átta marka sigur á Hvít-Rússum en Frakkar unnu Pólverja í hörkuleik.

Danir í vandræðum á vítapunktinum á EM
Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á EM í handbolta með sannfærandi hætti og það er ekki hægt að finna að miklu í leik liðsins nema kannski frammistöðu vítaskyttnanna.

Á Aron að fórna útileikmanni fyrir hægri hornamann?
Þórir Ólafsson meiddist í upphafi jafnteflisleiksins á móti Ungverjum á EM í handbolta í gær og það er óvíst hvort að hægri hornamaðurinn geti verið með á móti Spánverjum á morgun.

Rússar unnu Serba og Króatar eru komnir áfram
Rússar og Króatar unnu sína leiki á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Rússar unnu tveggja marka sigur á Serbum í C-riðli en Króatar eru komnir áfram upp úr D-riðli eftir fimm marka sigur á nágrönnum sínum í Svartfjallalandi.

Anders Eggert kemur inn í danska hópinn
Anders Eggert, leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, er orðinn leikfær og kemur inn í hóp liðsins fyrir leikinn gegn Tékkum sem fram fer í Herning annað kvöld.

Kynnisferð um Gigantium-mannvirkið
Leikirnir í B-riðli Evrópumótsins í handbolta fara fram í hinu glæsilega mannvirki, Gigantium. Það er óhætt að segja að þar sé allt til alls fyrir íþróttaiðkendur.

Fótboltinn í fyrirrúmi á æfingu dagsins | Myndir
Það var rólegheitastemning yfir æfingu íslenska landsliðsins í Gigantium-höllinni í dag. Fótbolti og svo léttar æfingar nema fyrir þá sem spiluðu lítið eða ekkert gegn Ungverjum í gær.

Arnór: Mun spila eins mikið og ég get
„Það er smá stífleiki en ekkert alvarlegt,“ sagði skyttan Arnór Atlason sem eyddi æfingu dagsins á þrekhjóli. Hann er að glíma við meiðsli eins og fleiri leikmenn.

Þórir: Engir þrír dagar í boði til þess að jafna sig
Þórir Ólafsson gat ekki tekið þátt í æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Hann er að glíma við leiðinlega tognun aftan í læri og óvíst með framhaldið hjá honum.

Róleg æfing hjá strákunum okkar
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í dag og æfðu í Gigantium-höllinni fyrir hádegi. Arnór Þór Gunnarsson er ekki enn kominn til Álaborgar og var því ekki með á æfingunni.

Guðjón Valur næst markahæstur á EM
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er næst markahæsti leikmaður Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku um þessar mundir.

Arnór Þór kemur inn í íslenska hópinn
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, hefur ákveðið að kalla Arnór Þór Gunnarsson til móts við landsliðið í Álaborg vegna óvissu með Þóri Ólafsson.

Bjarki Már: Fékk svakalega gæsahúð í þjóðsöngnum
„Ég er gífurlega svekktur. Það hefði verið svakalega gott að fá tvö núna,“ sagði einn besti leikmaður Íslands í gær, Bjarki Már Gunnarsson.

Ásgeir Örn: Þetta var lélegt hjá mér
Ásgeir Örn Hallgrímsson var sjálfsgagnrýninn þegar hann talaði um lokaskot sitt í jafnteflinu á móti Ungverjum á EM í handbolta í Danmörku í gærkvöldi.