Anders Eggert, leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, er orðinn leikfær og kemur inn í hóp liðsins fyrir leikinn gegn Tékkum sem fram fer í Herning annað kvöld.
Danir hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og eru komnir áfram í milliriðilinn en heimamenn eru gríðarlega sigurstranglegir á mótinu.
Hornamaðurinn gat ekki leikið með liðinu í leikjunum tveimur en Anders hefur verið í vinstra horninu síðustu stórmót og er að auki ein allra besta vítaskytta í heiminum.
Anders Eggert kemur inn í danska hópinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti



Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

Fleiri fréttir
