EM 2014 karla

Fréttamynd

Flest mörk af hægri vængnum

Íslenska handboltalandsliðið endaði í öðru sæti á æfingamótinu í Þýskalandi. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússum og Austurríkismönnum en steinlá síðan á móti Þjóðverjum í úrslitaleiknum í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu

"Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell

Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn töpuðu líka fyrir Katar

Það gengur ekki vel hjá norska handboltalandsliðinu á æfingamótinu í Frakklandi. Liðið tapaði stórt á móti Dönum í gær og í dag töpuðu Norðmenn með sjö mörkum á móti Katar.

Handbolti
Fréttamynd

Mikil óvissa um þátttöku Anders Eggert á EM

Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar í aðdraganda EM karla í handbolta. Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Anders Eggert eru báðir meiddir á kálfa og óvíst hvort þeir geti spilað á Evrópumótinu sem hefst eftir eina viku.

Handbolti
Fréttamynd

Danir fóru illa með Norðmenn í kvöld

Danir eru greinilega komnir í EM-gírinn því þeir slátruðu Norðmönnum á æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Danska liðið vann þá tólf marka sigur á Norðmönnum, 34-22, eftir að hafa farið illa með norska liðið í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn þurfti að fara í markið

Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.

Handbolti
Fréttamynd

Aron rotaði Rússana

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum.

Handbolti
Fréttamynd

Wilbek hefur trú á Norðmönnum

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, hefur trú á því að Danir mæti Norðmönnum í milliriðlinum á EM í handbolta í Danmörku en norska liðið er í riðli með því íslenska á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Drengir Patreks skelltu Þjóðverjum

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru í flottu formi í kvöld er þeir mættu Þjóðverjum á fjögurra þjóða æfingamótinu sem fram fer þar um helgina. Ísland vann Rússland í opnunarleik mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Gæti notað Róbert meira á vítalínunni

"Þetta sigurmark var algjör snilld. Frábært skot og líka gaman að sjá að það virkaði hjá okkur að vera með mann í vesti í sókninni þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Vísi eftir 35-34 sigur Íslands á Rússlandi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Enn ein meiðslin hjá íslenska landsliðinu - Snorri meiddist á hné

Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Rússum í fyrsta leik liðsins á fjögurra landa æfingamótinu í Þýskalandi en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst 12. janúar næstkomandi. Guðjón Guðmundsson sagði frá enn einum meiðslum íslenska liðsins í fréttum á Bylgjunni.

Handbolti
Fréttamynd

Undir mér komið að sanna mig

Gunnar Steinn Jónsson fékk landsliðskallið langþráða á dögunum er hann var kallaður inn í æfingahópinn fyrir Evrópumótið í Danmörku. Leikstjórnandinn segir undir sér komið að sanna tilverurétt sinn í hópnum.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn: Verið að breyta mér í sænskan markvörð

Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta segist vera á uppleið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar fyrstu mánuði sína hjá sænska félaginu GUIF. Gerðar voru breytingar á leikstíl hans sem hafi tekið hann tíma að ná tökum á.

Handbolti