Handbolti

Drengir Patreks skelltu Þjóðverjum

Patti segir sínum mönnum til í kvöld.
Patti segir sínum mönnum til í kvöld. nordicphotos/bongarts
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru í flottu formi í kvöld er þeir mættu Þjóðverjum á fjögurra þjóða æfingamótinu sem fram fer þar um helgina. Ísland vann Rússland í opnunarleik mótsins.

Þeir gerðu sér þá lítið fyrir og skelltu heimamönnum, 28-29, í miklum háspennuleik.

Austurríkismenn voru gríðarlega öflugir og leiddu í hálfleik, 14-17. Þeir voru síðan ekkert á því að gefa forystuna eftir í síðari hálfleik. Þjóðverjar áttu mikinn kipp undir lokin og jöfnuðu er tæp mínúta var eftir.

Austurríki komst aftur yfir er átta sekúndur lifðu leiks. Þjóðverjar brunuðu upp og leikmaður Austurríkis braut illa á Patrick Grötzki og víti dæmt. Uwe Gensheimer tók vítið en maður leiksins, Nikola Marinovic, gerði sér lítið fyrir og varði vítið.

Strákarnir hans Patreks eru meðal annars í riðli með Dönum á EM og mæta Íslandi í milliriðli keppninnar ef báðar þjóðir komast þangað.

Ísland og Austurríki mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×