Fyrstu andstæðingar Íslands á EM, Norðmenn, sýndu klærnar í kvöld er þeir spiluðu vináttulandsleik gegn Frökkum.
Norðmenn töpuðu leiknum aðeins með einu marki, 29-28, eftir að hafa leitt lengi vel. Norðmenn náðu til að mynda sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en misstu það niður í eitt fyrir hlé.
Þetta voru upplífgandi úrslit fyrir Norðmenn sem höfðu tapað með tólf marka mun gegn Dönum og með sjö mörkum gegn Katar á þessu æfingamóti.
Norðmenn stóðu í Frökkum
