
Sund

Hrafnhildur setti persónulegt met og græddi 74.000 krónur
Ein fremsta sundkona Íslands hafnaði í öðru sæti á Grand Prix-móti í sundi í Bandaríkjunum.

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet um helgina
Jón Margeir Sverrisson, gulldrengurinn frá Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, var í stuði á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart
Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum

Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu
Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR.

Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum.

Eygló Ósk bætti sólarhringsgamalt Íslandsmet sitt
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Íslandsmet í dag þegar hún tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Ásvallarlaug í Hafnarfirði.

Enn eitt metið féll á Íslandsmótinu
Enn eitt metið féll á Íslandsmótinu í sundi og Eygló Ósk Gústafsdóttir var hluti af A sveit ÍBR sem sló metið.

Eygló fer á kostum
Eygló Ósk Gústafsdóttir sló í dag sitt þriðja og fjórða Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi, en Eygló Ósk hefur leikið á alls oddi á mótinu.

Annað Íslandsmet hjá Eygló Ósk
Búin að setja tvö Íslandsmet í Ásvallalaug á fyrsta keppnisdegi.

Eygló og Inga Elín báðar með glæsileg Íslandsmet
Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir, báðar úr ÍBR byrjuðu vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallarlaug í kvöld. Stelpurnar settu báðar glæsilegt nýtt Íslandsmet í fyrstu grein.

Bronshafi frá Ólympíuleikum keppir á ÍM í sundi um helgina
Coralie Balmy, 27 ára verðlaunasundkona frá Frakklandi, verður meðal þátttakenda Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fer fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst í morgun og líkur á sunnudaginn.

Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna.

Thelma búin að setja 40 Íslandsmet á árinu
Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona úr ÍFR, bætti tveimur Íslandsmetum í safnið hjá sér þegar hún vann tvær greinar á fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

ÍRB og SH bikarmeistarar
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í kvöld bikarmeistari kvenna og SH varð á sama tíma bikarmeistari karla á Bikarmóti SSÍ, en mótið fór fram í Laugardal.

Hrafnhildur flaug heim frá Bandaríkjunum til að hjá SH í bikarnum
Bikarkeppni Sundsambands Íslands 2014 fer fram í Laugardalslaug á kvöld og á morgun en keppt er í tveimur deildum.

Phelps í hlé eftir ölvunaraksturinn
Michael Phelps ætlar ekki að dýfa sér í laugina á næstunni.

Phelps handtekinn fyrir ölvunarakstur
Sundkappinn í klandri eftir að hafa ekið ölvaður á miklum hraða.

Flott byrjun hjá Anítu og Thelmu
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, slógu báðar Íslandsmet á haustmóti Ármanns sem fór fram um helgina.

Japanskur sundmaður rekinn af Asíuleikunum fyrir þjófnað
Japanska sundsambandið hefur rekið einn af sundmönnum sínum af Asíuleikunum fyrir að stela myndavél.

Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í Doha
Hrafnhildi Lúthersdóttur, sunddrottningin úr SH, stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug í dag á Heimsbikarnum í 25 metra laug sem fer fram í Doha í Katar.

Hrafnhildur hafnaði í 8. sæti
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti nú rétt í þessu í úrslitum í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í Berlín.

Hrafnhildur í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sig inn í undanúrslit í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi í Berlín í morgun á nýju Íslandsmeti.

Ingibjörg komst ekki í undanúrslitin
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í Berlín í 50 metra laug nú rétt í þessu.

Hrafnhildur varð sjötta í sínum riðli
Komst ekki í úrslitin í 200 metra bringusundi í Berlín.

Hrafnhildur sekúndu frá Íslandsmetinu er hún komst í undanúrslitin
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkonan úr SH, komst í dag í undanúrslit í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í Berlín. Var hún tæplega sekúndu frá Íslandsmeti sínu en undanúrslitin fara fram seinna í dag.

Ingibjörg komst ekki áfram í Berlín
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í Berlín í 50 metra laug nú rétt í þessu.

Hrafnhildur bætti eigið Íslandsmet
Komst ekki í úrslitin á EM í Berlín þrátt fyrir gott stund.

Hrafnhildur komst í undanúrslitin í Berlín
Hrafnhildur Lúthersdóttir hóf leik á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug í Berlín í dag og tryggði sæti sitt í undanúrslitum er hún kom í mark á 1:09,12 mínútu.

Ingibjörg reið á vaðið
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH, stakk sér fyrst til sunds af íslensku keppendunum á EM í 50 metra laug í Berlín í morgun.

Hrafnhildur og Ingibjörg meðal keppenda á EM í Berlín
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar verða meðal keppenda á Evrópumeistaramóti í 50 metralaug sem hófst í dag í Berlín.