Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir lauk keppni á Smáþjóðaleikunum í dag með glæsibrag.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalslauginni og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Hrafnhildur kom fyrst í mark í 400 metra fjórsundi á tímanum 4:46,70 mínútum og stórbætti Íslands- og mótsmetið í greininni. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir átti bæði metin en hún fékk silfurverðlaun í 400 metra fjórsundinu í dag á tímanum 4:53,55 mínútum.
Hrafnhildur vann alls fern gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum; í 100 og 200 metra bringusundi og 200 og 400 metra fjórsundi. Hún setti Íslands- og mótsmet í öllum greinunum og náði Ólympíulágmarki í 200 metra bringusundi og 200 og 400 metra fjórsundi.
Anton Sveinn McKee fékk bronsverðlaun í 400 metra fjórsundi í karlaflokki en hann synti á tímanum 4:32,99 mínútum. Kristinn Þórarinsson endaði í 7. sæti á tímanum 4:44,95 mínútum.
Enn eitt gullið hjá Hrafnhildi | Myndir

Tengdar fréttir

Hrafnhildur náði Ólympíulágmarkinu í 200 metra bringusundi | Myndir
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem náði Ólympíulágmarkinu í 200 metra fjórsundi í gær, hélt uppteknum hætti í dag á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir hér á landi.

Hrafnhildur náði Ólympíulágmarki
Náði frábærum árangri í 200 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í gær.

Hrafnhildur með 16. besta tíma ársins
Íslandsmetið sem skilaði gullinu í 200 metra bringusundi í gærkvöldi skaut henni upp heimslistann.

Hrafnhildur með gull og nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nú rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum.

Hrafnhildur bætti met Eyglóar | Níu íslensk verðlaun í sundinu
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir unnu bæði gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet.