
Efnahagsmál

Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs
Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag.

Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila
Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti.

Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar
Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar.

Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu
Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum.

Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum
Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar.

10,4% samdráttur landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi
Verulegur samdráttur varð á landsframleiðslunni á þriðja árfjórðungi en þar vegur einna þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu, sem dróst saman um 77%.

Hafa dregið 115 milljarða úr sjónum það sem af er ári
Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2020 var heildarafli íslenskra skipa um 797 þúsund tonn. Verðmæti fyrstu sölu afla var tæplega 114,8 milljarðar króna á sama tímabili.

Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum
Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði.

Opinn fundur Samtaka fjármálafyrirtækja um efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins
Bein útsending verður hér á Vísi frá opnum fundi Samtaka fjármálafyrirtækja sem hefst klukkan 15. Á fundinum verður farið yfir glímuna við efnahagsleg áhrif Covid -19.

Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku.

Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs
Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill.

Hækkunin „óneitanlega sérstök“ miðað við ástandið á vinnumarkaði
Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Fresta fjárlögum um viku vegna aðgerðanna á föstudag
Önnur umræða um fjárlög sem fara átti fram á morgun á Alþingi mun frestast um að minnsta kosti viku.

Hvetur G20 að koma til móts við fátækari ríki
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði í dag til G20 ríkjanna að koma til móts við fátækari ríki í skuldamálum.

Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa
Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum.

Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir
Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent.

Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár
Mikið atvinnuleysi og verðbólga vel yfir markmiði Seðlabankans varir lengur samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar en spá nefndarinnar í ágúst gerði ráð fyrir. Ferðaþjónustan taki ekki við sér fyrr en á seinniparti næsta árs.

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum

Stýrivextir lækka óvænt
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75%

Vaxtaálag bankanna hafi hækkað um mörg hundruð prósent
Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag.

Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði
Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech.

Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning
Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til.

Guðlaugur Þór fundaði með Pompeo
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fjarfundi í dag.

Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum.

„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings.

„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir.

Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins.

Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum
Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum.