Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Halldór Kári Sigurðarson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun