Lögreglumál

Fréttamynd

Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.

Innlent
Fréttamynd

Hús sprakk í óveðri á Siglufirði

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis

Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir ­brot gegn barni

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var algjört sjokk“

Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu.

Lífið
Fréttamynd

Hand­taka mannanna til skoðunar hjá lög­reglu

Hand­taka mannanna sem dregnir voru út í hand­járnum á nær­buxunum í Flúða­seli í Breið­holti í Reykja­vík í síðustu viku er til skoðunar hjá lög­reglu. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­burða­rásina hafa þróast út í múg­æsingu

Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Rændi unga bræður á leið út í sjoppu

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. 

Innlent
Fréttamynd

Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum

Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir öku­manni sem ók á kú í Hörg­ár­dal

Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu.

Innlent