Lögreglumál

Fréttamynd

Ógnaði dyravörðum skemmti­staðar með hníf

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann

Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eftir­sóknar­verður staður til að vera á

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fór huldu höfði á landinu í sam­tals tvö ár

Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa fengið á­bendingar um Pétur Jökul

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Grætur ekki gamla heimilið í Elliða­ár­dalnum

Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talinn hæfur til að vera meðal al­mennings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings í annarlegu ástandi í miðborginni. Var viðkomandi metinn óhæfur til að vera á meðal almennings og vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Piltar taldir hafa verið að verki

Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum fram­seldan frá Ís­landi

Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis.

Innlent
Fréttamynd

„Reddari“ tekinn með haug af kanna­bis og sand af seðlum

Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum.

Innlent
Fréttamynd

Netþrjótar þykjast enn vera Sig­ríður Björk

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú aftur tilkynningar um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Missti aldrei stjórn á að­stæðum í bað­stofunni

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið.

Innlent