Íslandsvinurinn OG Maco látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 10:24 Bandaríski rapparinn OG Maco lést fimmtudaginn 27. desember eftir að hafa verið í dái í tæpar tvær vikur. Getty Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco: Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco:
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira