Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 13:19 Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar sóttu spilakassafé á Videomarkaðinn í Hamraborg í fyrradag áður en þeir fóru á Catalinu hinum megin við götuna í sömu erindagjörðum. Þar létu þjófarnir til skarar skríða. Vísir/arnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“ Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14
Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41