Bandaríkin

Fréttamynd

Skaut tíu til bana og gengur enn laus

Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum.

Erlent
Fréttamynd

Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.

Erlent
Fréttamynd

Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári

Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð.

Erlent
Fréttamynd

Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug

Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði.

Erlent
Fréttamynd

Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þ­ykkj­­a ekki enn skrið­dr­ek­­a­­send­­ing­­ar til Úkra­­ín­­u

Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet

Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bíll Julian Sands er fundinn

Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Tekin af lífi með barnið í höndunum

Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi.

Erlent
Fréttamynd

Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar

Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans.

Erlent