Bandaríkin

Fréttamynd

Keyptu 2.700 fer­metra hús

Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það.

Lífið
Fréttamynd

Herð­a lög um þung­un­ar­rof í enn einu rík­in­u

Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst til­kynna fram­boðið á morgun með Elon Musk

Ron DeSantis, ríkis­stjóri Flórída, hyggst lýsa form­lega yfir for­seta­fram­boði sínu á morgun. Hann hyggst gera það á­samt milljóna­mæringnum Elon Musk á staf­rænum vett­vangi á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, í eigu milljóna­mæringsins.

Erlent
Fréttamynd

Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að bjarga Colorado-fljóti

Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Skoða við­skipti Trump við er­lend ríki í sam­hengi við leyni­skjöl

Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu.

Erlent
Fréttamynd

Sagði já og fékk 350 milljóna króna hring

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, bað fjölmiðlakonuna Lauren Sánchez um að giftast sér á dögunum. Hún sagði já og fékk við það hring sem sagður er kosta tvær og hálfa milljónir dollara. Það samsvarar um 350 milljónum í íslenskum krónum.

Lífið
Fréttamynd

Gyðinga­sam­tök vilja lög­bann á síðu sem hýst er á Ís­landi

Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Enn bætist í hóp fram­bjóð­enda hjá repúbli­könum

Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 

Erlent
Fréttamynd

Tekur við kjuðunum í Foo Fig­hters

Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Ep­stein sagður hafa hótað Bill Gates

Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök.

Erlent
Fréttamynd

NASA semur við Bezos um tunglfar

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. 

Erlent
Fréttamynd

Bid­en sam­þykk­ir þjálf­un úkr­a­ínskr­a flug­mann­a

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið.

Erlent
Fréttamynd

DeSantis sagður lýsa yfir fram­boði á næstu dögum

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí á leið til Hiroshima

Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Detroit

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri

Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst.

Lífið
Fréttamynd

Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu

Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Harry og Meg­han nærri því að lenda í stór­slysi

Her­toga­hjónin af Sus­sex, Harry og Meg­han, segjast hafa verið ná­lægt því að lenda í stór­slysi í gær vegna ljós­myndara sem veittu þeim eftir­för í New York þar sem þau yfir­gáfu verð­launa­há­tíð.

Erlent