Að minnsta kosti 24 látnir Sunna Sæmundsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 13. janúar 2025 22:07 Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldana. EPA-EFE/ALLISON DINNER Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. „Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
„Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira