Að minnsta kosti 24 látnir Sunna Sæmundsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 13. janúar 2025 22:07 Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldana. EPA-EFE/ALLISON DINNER Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. „Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent