Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Christopher Macchio og Carrie Underwood munu troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump þann 20. janúar næstkomandi. AP/Getty Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira