

Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna.
Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um það sem ég tel að sé vanmat á hættu af völdum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Ég hef bent á að óvissa sé mikil og að best sé að fara varlega þegar ákvarðanir eru teknar varðandi það hvað er leyft og hvað ekki á svæðinu þar sem jarðhræringar eiga sér nú stað á Reykjanesskaga.
Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna.
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins.