Hvers eiga viðbragðsaðilar að gjalda? Sveinn Gauti Einarsson skrifar 21. desember 2023 20:00 Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun