
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins

„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar
Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál.

Eftirmaður Rubiales liggur líka undir grun í spillingarmálinu
Spillingarmál hefur skekið spænska knattspyrnusambandið undanfarnar vikur. Fyrrum forseti þess, Luis Rubiales, var handtekinn fyrir rúmri viku. Eftirmaður hans í starfi gaf vitnisburð en liggur nú einnig undir grun lögreglu fyrir brotlegt athæfi.

Rubiales handtekinn í tengslum við spillingarmálið
Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var í morgun handtekinn á flugvellinum í Madríd.

Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna
Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári.

Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið
Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales.

Lögregluleit í húsakynnum Rubiales og spænska knattspyrnusambandsins
Meiriháttar lögregluaðgerðir fóru fram í dag eftir rannsóknir á spillingarmáli tengt spænska ofurbikarnum. Lögregluleit var gerð í húsnæði spænska knattspyrnusambandsins og á heimili fyrrum formanns þess, Luis Rubiales.

Rubiales segir að allir styðji sig og Hermoso ljúgi
Luis Rubiales segir hafa fundið fyrir gríðarlegum stuðningi eftir að hann hætti sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og var dæmdur í þriggja ára bann fyrir að hafa kysst Jennifer Hermoso eftir úrslitaleik HM.

Hermoso hótað eftir kossinn óumbeðna
Jennifer Hermoso bárust hótanir eftir að Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti hana þegar Spánverjar tóku við heimsmeistarabikarnum.

Rubiales dæmdur í þriggja ára bann
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum afskiptum af fótbolta.

Hermoso valin í landsliðið í fyrsta sinn frá kossinum óumbeðna
Fótboltakonan Jennifer Hermoso hefur verið valin í spænska landsliðið í fyrsta sinn frá rembingskossinum óumbeðna sem Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, rak henni eftir úrslitaleik HM.

Rekinn eftir að gera Spánverja að heimsmeisturum en tekur nú við Marokkó
Knattspyrnuþjálfarinn Jorge Vilda hefur verið ráðinn þjálfari marokkóska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Ráðherra gagnrýnir getuleysi karlaliðsins í máli Hermoso
Victor Francos, íþróttamálaráðherra Spánar, segir spænska karlalandsliðið í fótbolta ekki hafa sýnt kvennalandsliðinu nægilega mikinn stuðning eftir að ásakanir Jenni Hermoso, leikmanns liðsins, á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins litu dagsins ljós.

Hlið Hermoso heyrist í fyrsta sinn: Kossinn hafi skemmt ímynd sína
Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso segir að kossinn óumbeðni sem hún fékk frá Luis Rubiales, fyrrverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir sigur spænska liðsins á HM hafi skemmt ímynd sína.

Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar
Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum.

Svöruðu landsliðskallinu þrátt fyrir verkfallið
Nokkrar af þeim spænsku landsliðskonum sem hafa verið í verkfalli undanfarið mættu til æfinga með liðinu í dag þrátt fyrir að þær hafi ítrekað að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar.

Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni
Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila.

Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla
Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn.

Beiðni um nálgunarbann á Rubiales samþykkt
Beiðni saksóknaraembættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi samband við Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, hefur verið samþykkt

Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“
Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu.

Hefja rannsókn á máli Rubiales sem er sakaður um kynferðislega áreitni
Sett hefur verið á laggirnar rannsókn á fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales.

Koss dauðans hjá Rubiales
Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld.

Rubiales ákærður og kallaður til skýrslutöku
Saksóknaraembætti á Spáni hefur lagt fram ákæru á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að Jenni Hermoso, leikmaður landsliðs Spánar, tilkynnti málið formlega á þriðjudag.

Rubiales gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti fengið allt að fjögurra ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur um kynferðisbrot.

Hermoso leggur inn kvörtun til saksóknara vegna forsetans
Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, sem mátti þola óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn saksóknaraembættisins á Spáni vegna hegðunar forsetans, Luis Rubiales.

Vilda segir brottreksturinn ósanngjarnan
Jorge Vilda, fyrrverandi þjálfari spænska kvennalandsliðsins, segir það ósanngjarnt að hann hafi verið rekinn frá störfum aðeins nokkrum vikum eftir að hann gerði liðið að heimsmeisturum.

Spánverjar reka heimsmeistaraþjálfarann
Eins og við var búist hefur spænska knattspyrnusambandið sagt Jorge Vilda upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins, þrátt fyrir að hafa gert það að heimsmeisturum í síðasta mánuði.

Leikmenn spænska karlaliðsins fordæma hegðun Rubiales
Leikmenn spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu fordæma hegðun Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir úrslitaleik HM kvenna þar sem spænska kvennalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í sögunni.

Fullyrða að þjálfari heimsmeistaranna verði látinn fara í vikunni
Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni.

Umdeildur dómari vill taka við af Rubiales
Ef svo ólíklega vill til að Luis Rubiales segi af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins er allavega einn maður tilbúinn að taka við af honum.

Ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós“
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós.“