Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 07:30 Spænska knattspyrnusambandið lofar landsliðskonunum bót og betrun. Denis Doyle/Getty Images Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“ Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira