„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Laia Codina faðmar Jenni Hermoso, sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forseta spænska knattspyrnusambandsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira