
Hestaíþróttir

Jakob Svavar og Skarpur sigruðu fyrsta mót Meistaradeildar Líflands 2024
Fyrsta keppniskvöldið í Meistaradeild Líflands fór fram í HorseDay höllinni fimmtudaginn 25. janúar síðastliðin þegar keppt var í fjórgangi. Frábær stemning var í Ölfusinu og létu gestir og keppendur ekki vetrar færðina á sig fá og var þétt setið í stúkunni.

Spennandi vetur framundan í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Fyrsta mót af sex í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram fimmtudaginn 25. janúar, í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu
Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi.

Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi
Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli.

Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði
Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna.

Nærri áttræð kona keppir á heimsmeistaramótinu
Knapinn Cora Wijmans mun keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í næsta mánuði. Hún er 79 ára gömul og keppir fyrir hönd heimamanna í Hollandi.

Loki frá Selfossi allur
Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi
Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir.

Brottrekstur landsliðsknapa: „Hann veit allt um málið“
Brottrekstur knapans Konráðs Vals Sveinssonar úr landsliði í hestaíþróttum kom eftir ákeyrslu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum
Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund.

Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum
Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína.

Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi
Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar.

Bíða með brokkið vegna bongóblíðu
Ákveðið var að fresta hestamannamóti hestamannafélagsins Freyfaxa, sem halda átti í dag á Héraði, vegna hita. „Svona er þetta bara bara hérna fyrir austan, menn þurfa ekkert að kaupa sér miða til Tenerife,“ segir formaður félagsins.

Mikil spenna fyrir lokakvöldið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Laugardaginn 8. apríl fór fram skeiðmót Meistaradeildar Líflands og keppt var í gæðingaskeiði og 150m skeiði á Brávöllum, Selfossi. Veðrið hafði aðeins leikið okkur grátt í aðdraganda keppninnar sem rættist þó vel úr á keppnisdag og aðstæður voru með besta móti miðað við árstíma.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur sjaldan verið glæsilegri
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma og má svo sannarlega segja að hún hafi sjaldan verið glæsilegri. Ótrúlega flott tilþrif hafa sést á hverju keppniskvöldi og stemningin verið sérstaklega góð meðal áhorfenda, keppenda og allra þeirra sem koma að keppninni.

Aðalheiður og Flóvent endurtaka leikinn
Aðalheiður og Flóvent eru sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023 en keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli 9. febrúar síðastliðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og því miklar væntingar gerðar til kvöldsins.

Aðalheiður Anna og Flóvent sigruðu fyrsta mót meistaradeildar Líflands 2023
Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands var haldið síðastliðinn fimmtudag í glæsilegri aðstöðu HorseDay hallarinnar á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var eftirvæntingin mikil að tímabilið myndi hefjast á ný.

Keppnin í ár verður æsispennandi
Fyrsta mót af sex í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram fimmtudaginn 26. janúar, í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák
Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV.

Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt
Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt.

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins
Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt
Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt.

Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga
Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga.

Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland
Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar.

Siggi Sig sigurvegari og Landsmóti lokið
Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi.

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn
Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Riðu á hestum um miðbæinn á hundrað ára afmæli Fáks
Hestamannafélagið Fákur varð hundrað ára í gær. Í tilefni af afmælinu stóðu Fákur og Landssamband hestamannafélaga fyrir reið um miðbæinn um helgina.

Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu
Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu.

„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“
Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum.

Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun
Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára.