Brottrekstur landsliðsknapa: „Hann veit allt um málið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 16:00 Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar segir að það verði að koma í ljós hvort að brottrekstur Konráðs Vals haldi vatni fyrir dómstóli ÍSÍ. Brottrekstur knapans Konráðs Vals Sveinssonar úr landsliði í hestaíþróttum kom eftir ákeyrslu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Í fundarboði sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Konráð hafi verið boðaður á fund síðastliðinn fimmtudag með Kristni Skúlasyni, formanni landsliðsnefndar, og Berglindi Karlsdóttur, framkvæmdastjóra Landssambands hestamannafélaga (LH). „Fundarefni er atvik sem átti sér stað í tengslum við Reykjavíkurmót. Vinsamlegast mættu einn á fundinn, sem landsliðsknapi LH,“ segir í fundarboðinu. Um helgina var greint frá því að tveim knöpum hefði verið vísað úr landsliðinu, Konráði og Jóhannesi Rúnari Skúlasyni. Brottrekstur Jóhannesar tengist meðal annars dómum sem hann hefur hlotið fyrir ofbeldismál en landsliðsnefnd hefur ekki upplýst um ástæðurnar fyrir brottrekstri Konráðs. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðseinvaldur, segir að landsliðsknapi þurfi að sýna íþróttamannslega hegðun utan sem innan vallar. Brottrekstur Daginn eftir fundinn fékk Konráð bréf þar sem honum var tilkynnt um brottreksturinn. Þar segir: „Með hegðun þinni hefur þú sýnt af þér m.a. ósæmilega hegðun og sýnt af þér siðferðislega ámælisverða háttsemi sem kann að skaða ímynd eða orðspor LH og hefur þannig gerst brotlegur við m.a. 10. gr. Framangreinds samnings og siðareglur LH.“ Minnt er á að Konráð hafi hlotið tiltal og áminningar en ekki greint hvers lags eðlis brotin séu. Undirrita þetta bréf áðurnefnd Kristinn, Berglind og Sigurbjörn. Árekstur og átök Á þriðja degi Reykjavíkurmeistaramótsins í Víðidal, þann 14. júní, kom upp atvik þar sem Konráð bakkaði á mannlausan bíl samkvæmt tjónaskýrslu og bréfum. Bíllinn var í eigu Alendis, fyrirtækis sem streymir útsendingum frá hestamannaviðburðum. Gekkst Konráð við þessu og sendi afsökunarbréf til eiganda bílsins. Í því bréfi sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir aðstæðum í ljósi þess hversu stórum bíl hann hafi verið á og lýsti yfir fullri ábyrgð á atvikinu. Seinna þennan dag kom til orðaskipta og átaka á milli hans og fólki tengdu Alendis samkvæmt bréfi Óskars Sæbergs Sigurðssonar, lögfræðings og talsmanns Konráðs, til landsliðsnefndar. Samkvæmt bréfinu hefur Konráð lagt fram kæru til lögreglu vegna líkamsárásar. Þremur dögum eftir umrætt atvik sendi Konráð Fáki bréf þar sem hann skráði sig úr 100 metra keppni í skeiði. Sagði hann í bréfinu það hafa verið að læknisráði vegna téðrar líkamsárásar og áverkar hafi þróast á þann veg að óhjákvæmilegt sé annað en að hætta keppni. Í apríl síðastliðnum greindi DV frá því að bróðir Konráðs stæði í málaferlum við Alendis, þar sem hann var áður framkvæmdastjóri. Kært til ÍSÍ Konráð vill ekki ræða við fréttastofu að sögn Óskars Sæbergs, geti Konráð ekki farið venjulega kæruleið varðandi brottreksturinn og þurfi að fara beint í dómstól ÍSÍ til að reyna að fá bráðabirgðaúrskurð til að hnekkja ákvörðuninni. Í bréfi til framkvæmdastjóra LH og landsliðsnefndar á föstudag óskaði Óskar eftir rökstuðningi fyrir brottrekstrinum. Þar segir einnig að Konráð hafi einnig óskað eftir rökstuðningi. „Hann veit allt um málið“ Kristinn Skúlason hefur ekki viljað tjá sig um málið utan við yfirlýsingu sem birt var í hestamannamiðlinum Eiðfaxa á laugardag. Þar greindi hann ekki efnislega frá þeim atvikum sem lágu til grundvallar brottrekstrinum. Við Vísi segist Kristinn hins vegar hafa útskýrt það munnlega fyrir Konráði hvaða atvik um sé að ræða. „Hann veit allt um málið,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort að hann telji málið muni halda fyrir dómstól ÍSÍ segir Kristinn að það „verði að koma í ljós.“ Aðlögunartíminn liðinn Sigurbjörn Bárðarson svaraði hins vegar fréttastofu og sagði það þung spor sem tekin séu við slíkar aðstæður og vel ígrundaðar. Þegar landsliðsknapi sé valinn í hópinn skrifi hann undir samning sem varðar meðal annars aga - og siðareglur ÍSÍ og með því afsali hann sér ákveðnum lífsstíl með því að gerast fyrirmynd fyrir hönd landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur segir reglur LH um hegðunar og agamál hafa þróast.Vísir/Sigurjón „Í þessum samningi eru mjög skýr ákvæði um framkomu og siðareglur um til að mynda aga, áfengis og lyfjanotkun,“ segir Sigurbjörn. „Landsliðsknapi á að leitast við að vera fyrirmynd íþróttarinnar jafnt inn á við sem út á við og sýna ávallt íþróttamannslega hegðun í hvívetna innan og ekki síst utan vallar.“ Það sé mat landsliðsnefndar að bæði Konráð og Jóhannes hafi gerst brotlegir við þessar reglur. Málin séu hins vegar mjög ólík. Þá segir Sigurbjörn að fyrir hartnær áratug hafi verið tekin upp einörð stefna innan landsliðsnefndar um að hefja íþróttina til enn meiri vegs og virðingar og kynna sér störf annarra íþróttagreina innan ÍSÍ. Vildi nefndin komast á sama stall og aðrar íþróttagreinar, ekki síst með tilliti til aga- og siðareglna. „Með það að leiðarljósi hófst bæði kynning, vinnubrögðum var breytt og kröfur til knapa og öll umgjörð í kringum landsliðið í hestaíþróttum tók byltingarkenndum breytingum,“ segir Sigurbjörn. Fagmenn hafi komið að uppbyggingu og stefnumótun til framtíðar og aðlögunartími gefinn fyrir auknar kröfur sem gerðar eru til hestaíþróttamanna sem keppa undir fána ÍSÍ. „Í dag er þessi aðlögunartími liðinn og því gerðar sömu kröfur til hestaíþróttamanna og til annarra í íþróttum almennt,“ segir Sigurbjörn. „Enginn er yfir það hafinn að undirgangast ekki þær almennu kröfur sem gerðar eru til allra íþróttamanna.“ Rangar buxur Eins og áður var nefnt hefur verið nefnt hefur Konráð fengið áminningar frá LH. Fyrri áminningin veittu formaður og þjálfari landsliðs í nóvember árið 2022. Það er vegna framkomu vegna klæðaburðar fyrir myndatöku A-landsliðs í Bláa lóninu í október. Önnur áminning lýtur að buxum Konráðs í myndatöku A-landsliðs í Bláa lóninu.LH „Öllum knöpum voru fyrir viðburðinn send fyrirmæli með tölvupósti um það hvaða fatnaðar væri krafist. Þeim fyrirmælum fórst þú ekki eftir og sýndir þannig athöfninni vanvirðingu með þeim klæðnaði sem þú mættir í,” sagði í áminningarbréfinu. Konráð hafði mætt í ljósbláum gallabuxum en ekki ljósbláum kakíbuxum í myndatökuna. Seinni áminninguna fékk Konráð fyrir að mæta seint á viðburðinn „Allra sterkustu“ í byrjun maí á þessu ári. Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í fundarboði sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Konráð hafi verið boðaður á fund síðastliðinn fimmtudag með Kristni Skúlasyni, formanni landsliðsnefndar, og Berglindi Karlsdóttur, framkvæmdastjóra Landssambands hestamannafélaga (LH). „Fundarefni er atvik sem átti sér stað í tengslum við Reykjavíkurmót. Vinsamlegast mættu einn á fundinn, sem landsliðsknapi LH,“ segir í fundarboðinu. Um helgina var greint frá því að tveim knöpum hefði verið vísað úr landsliðinu, Konráði og Jóhannesi Rúnari Skúlasyni. Brottrekstur Jóhannesar tengist meðal annars dómum sem hann hefur hlotið fyrir ofbeldismál en landsliðsnefnd hefur ekki upplýst um ástæðurnar fyrir brottrekstri Konráðs. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðseinvaldur, segir að landsliðsknapi þurfi að sýna íþróttamannslega hegðun utan sem innan vallar. Brottrekstur Daginn eftir fundinn fékk Konráð bréf þar sem honum var tilkynnt um brottreksturinn. Þar segir: „Með hegðun þinni hefur þú sýnt af þér m.a. ósæmilega hegðun og sýnt af þér siðferðislega ámælisverða háttsemi sem kann að skaða ímynd eða orðspor LH og hefur þannig gerst brotlegur við m.a. 10. gr. Framangreinds samnings og siðareglur LH.“ Minnt er á að Konráð hafi hlotið tiltal og áminningar en ekki greint hvers lags eðlis brotin séu. Undirrita þetta bréf áðurnefnd Kristinn, Berglind og Sigurbjörn. Árekstur og átök Á þriðja degi Reykjavíkurmeistaramótsins í Víðidal, þann 14. júní, kom upp atvik þar sem Konráð bakkaði á mannlausan bíl samkvæmt tjónaskýrslu og bréfum. Bíllinn var í eigu Alendis, fyrirtækis sem streymir útsendingum frá hestamannaviðburðum. Gekkst Konráð við þessu og sendi afsökunarbréf til eiganda bílsins. Í því bréfi sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir aðstæðum í ljósi þess hversu stórum bíl hann hafi verið á og lýsti yfir fullri ábyrgð á atvikinu. Seinna þennan dag kom til orðaskipta og átaka á milli hans og fólki tengdu Alendis samkvæmt bréfi Óskars Sæbergs Sigurðssonar, lögfræðings og talsmanns Konráðs, til landsliðsnefndar. Samkvæmt bréfinu hefur Konráð lagt fram kæru til lögreglu vegna líkamsárásar. Þremur dögum eftir umrætt atvik sendi Konráð Fáki bréf þar sem hann skráði sig úr 100 metra keppni í skeiði. Sagði hann í bréfinu það hafa verið að læknisráði vegna téðrar líkamsárásar og áverkar hafi þróast á þann veg að óhjákvæmilegt sé annað en að hætta keppni. Í apríl síðastliðnum greindi DV frá því að bróðir Konráðs stæði í málaferlum við Alendis, þar sem hann var áður framkvæmdastjóri. Kært til ÍSÍ Konráð vill ekki ræða við fréttastofu að sögn Óskars Sæbergs, geti Konráð ekki farið venjulega kæruleið varðandi brottreksturinn og þurfi að fara beint í dómstól ÍSÍ til að reyna að fá bráðabirgðaúrskurð til að hnekkja ákvörðuninni. Í bréfi til framkvæmdastjóra LH og landsliðsnefndar á föstudag óskaði Óskar eftir rökstuðningi fyrir brottrekstrinum. Þar segir einnig að Konráð hafi einnig óskað eftir rökstuðningi. „Hann veit allt um málið“ Kristinn Skúlason hefur ekki viljað tjá sig um málið utan við yfirlýsingu sem birt var í hestamannamiðlinum Eiðfaxa á laugardag. Þar greindi hann ekki efnislega frá þeim atvikum sem lágu til grundvallar brottrekstrinum. Við Vísi segist Kristinn hins vegar hafa útskýrt það munnlega fyrir Konráði hvaða atvik um sé að ræða. „Hann veit allt um málið,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort að hann telji málið muni halda fyrir dómstól ÍSÍ segir Kristinn að það „verði að koma í ljós.“ Aðlögunartíminn liðinn Sigurbjörn Bárðarson svaraði hins vegar fréttastofu og sagði það þung spor sem tekin séu við slíkar aðstæður og vel ígrundaðar. Þegar landsliðsknapi sé valinn í hópinn skrifi hann undir samning sem varðar meðal annars aga - og siðareglur ÍSÍ og með því afsali hann sér ákveðnum lífsstíl með því að gerast fyrirmynd fyrir hönd landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur segir reglur LH um hegðunar og agamál hafa þróast.Vísir/Sigurjón „Í þessum samningi eru mjög skýr ákvæði um framkomu og siðareglur um til að mynda aga, áfengis og lyfjanotkun,“ segir Sigurbjörn. „Landsliðsknapi á að leitast við að vera fyrirmynd íþróttarinnar jafnt inn á við sem út á við og sýna ávallt íþróttamannslega hegðun í hvívetna innan og ekki síst utan vallar.“ Það sé mat landsliðsnefndar að bæði Konráð og Jóhannes hafi gerst brotlegir við þessar reglur. Málin séu hins vegar mjög ólík. Þá segir Sigurbjörn að fyrir hartnær áratug hafi verið tekin upp einörð stefna innan landsliðsnefndar um að hefja íþróttina til enn meiri vegs og virðingar og kynna sér störf annarra íþróttagreina innan ÍSÍ. Vildi nefndin komast á sama stall og aðrar íþróttagreinar, ekki síst með tilliti til aga- og siðareglna. „Með það að leiðarljósi hófst bæði kynning, vinnubrögðum var breytt og kröfur til knapa og öll umgjörð í kringum landsliðið í hestaíþróttum tók byltingarkenndum breytingum,“ segir Sigurbjörn. Fagmenn hafi komið að uppbyggingu og stefnumótun til framtíðar og aðlögunartími gefinn fyrir auknar kröfur sem gerðar eru til hestaíþróttamanna sem keppa undir fána ÍSÍ. „Í dag er þessi aðlögunartími liðinn og því gerðar sömu kröfur til hestaíþróttamanna og til annarra í íþróttum almennt,“ segir Sigurbjörn. „Enginn er yfir það hafinn að undirgangast ekki þær almennu kröfur sem gerðar eru til allra íþróttamanna.“ Rangar buxur Eins og áður var nefnt hefur verið nefnt hefur Konráð fengið áminningar frá LH. Fyrri áminningin veittu formaður og þjálfari landsliðs í nóvember árið 2022. Það er vegna framkomu vegna klæðaburðar fyrir myndatöku A-landsliðs í Bláa lóninu í október. Önnur áminning lýtur að buxum Konráðs í myndatöku A-landsliðs í Bláa lóninu.LH „Öllum knöpum voru fyrir viðburðinn send fyrirmæli með tölvupósti um það hvaða fatnaðar væri krafist. Þeim fyrirmælum fórst þú ekki eftir og sýndir þannig athöfninni vanvirðingu með þeim klæðnaði sem þú mættir í,” sagði í áminningarbréfinu. Konráð hafði mætt í ljósbláum gallabuxum en ekki ljósbláum kakíbuxum í myndatökuna. Seinni áminninguna fékk Konráð fyrir að mæta seint á viðburðinn „Allra sterkustu“ í byrjun maí á þessu ári.
Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29