Fótbolti á Norðurlöndum

GAIS hélt jöfnu gegn toppliðinu
GAIS og Helsingborg gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeldinni í knattspyrnu í kvöld.

Sölvi skoraði í Íslendingaslag
Sölvi Geir Ottesen skoraði fyrra markið í 2-0 sigri SönderjyskE á OB í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Björn og Birkir skoruðu í Noregi
Björn Bergmann Sigurðarson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir í norska boltanum í dag. Björn lék í 80 mínútur og skoraði annað mark Lilleström þegar liðið sigraði Sandefjord 4-0.

Margrét Lára með mark og stoðsendingu í sigri Kristianstad
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri Kristianstad á Umeå IK í sænska kvennaboltanum. Kristianstad hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og er í toppbarátunni í deildinni.

Frábær innkoma Hannesar - skoraði tvö mörk í sigurleik
Hannes Þ. Sigurðsson átti frábæra innkomu í 4-2 útisigri Sundsvall á Väsby United í sænsku b-deildinni í dag. Hannes spilaði síðustu 32 mínútur leiksins og skoraði tvö fyrstu mörkin sín á tímabilinu.

Sigur hjá Davíð en tap hjá Ragnari
Íslendingaliðið IFK Göteborg lá á heimavelli gegn Malmö í kvöld, 0-2, er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jafntefli hjá Þóru og félögum
Íslendingaliðið LdB Malmö er enn í efsta sæti sænsku kvennadeildarinnar þó svo liðið hafi ekki náð að leggka Linköping af velli í kvöld.

Eyjólfur skoraði bæði mörkin í sigri GAIS
Eyjólfur Héðinsson var hetja sinna manna í GAIS er hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Häcken á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Gunnar Þór fótbraut leikmann Brage og fékk rautt spjald fyrir
Gunnar Þór Gunnarsson, íslenski varnarmaðurinn hjá Norrköping, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti Brage í sænsku b-deildinni í gær eftir að hafa fótbrotið Andreas Hedlund leikmann Brage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en atvikið gerðist á 44. mínútu.

Þóra aðeins búin að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir hefur byrjað ferillinn vel með LdB FC Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þóra hélt marki sínu hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum um helgina og LdB FC Malmö er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með full hús stiga.

Stefán Logi hélt hreinu gegn meisturunum
Rosenborg og Lilleström gerðu markalaust jafntefli í kvöldleik norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Árni Gautur fékk sex mörk á sig
Árni Gautur Arason mátti þola að fá sex mörk á sig þegar að Odd Grenland tapaði fyrir Vålerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag, 6-1.

SönderjyskE tapaði fyrir Nordsjælland
SönderjyskE tapaði dag fyrir Nordsjælland, 3-1, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

OB heldur í við toppinn
Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu góðan sigur á Silkeborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrstu stig Hönefoss
Eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjum tímabilsins unnu Kristján Örn Sigurðsson og félagar hans í Hönefoss í kvöld sín fyrstu stig í deildinni.

Rúrik og félagar töpuðu í bikarnum
Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB töpuðu í kvöld fyrir Midtjylland í fyrri leik liðanna í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar, 2-0.

Ari Freyr sá rautt í tapi Sundsvall
Ari Freyr Skúlason fékk að líta rauða spjaldið þegar að lið hans, GIF Sundsvall, tapaði fyrir Hammarby á útivelli, 2-1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Guðný með flottustu tilþrifin í kynningarmyndbandi Kristianstad
Kristianstad hefur byrjað vel í sænsku kvennadeildinni og ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í fyrstu þremur umferðunum en leikmennirnir hennar Elísabetar Gunnarsdóttir. Þrír íslenskir leikmenn eru fastamann í liðinu en Elísabet er á sínu öðru ári sem þjálfari Kristianstad.

Stefán tryggði Viking jafntefli á móti Trömsö
Stefán Gíslason var mikilvægur norska liðinu Viking í kvöld þegar hann tryggði sínu nýja liði 1-1 jafntefli á móti Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Margrét Lára með tvær stoðsendingar en Kristianstad tapaði
Kristianstad tapaði 2-4 á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þrír íslenskir leikmenn spiluðu allan leikinn fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar töpuðu 0-1 fyrir meisturunum í Umeå.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum
Íslendingaliðin í sænska kvennaboltanum gerðu það gott í dag. Malmö vann stórsigur á Jitex, 6-1, og Örebro vann Tyresö, 0-1.

Margrét Lára á skotskónum í fyrsta leik
Íslendingaliðið Kristianstad fer vel af stað í sænska boltanum en liðið vann sinn leik í fyrstu umferð deildarkeppninnar í dag.

Stabæk fær lánaðan leikmann frá Start vegna meiðsla Veigars
Stabæk hefur fengið hollenska sóknarmanninn Bernt Hulsker á láni frá Start til að leysa af Veigar Páll Gunnarsson sem meiddist á ökkla í síðasta leik og verður frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur.

Katrín Ómarsdóttir spilar níu leiki með Kristianstad í sumar
Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar en sænska félagið er búið að tilkynna um komu hennar á heimasíðu sinni.

Stefán Gíslason á leið til Noregs?
Stefán Gíslason gæti verið á leiðinni frá Bröndby í Danmörku til Viking Stavanger í Noregi. Stefán er ekki í framtíðarplönum hjá danska liðinu þrátt fyrir þjálfaraskipti.

Ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðsmenn - Veigar Páll meiddist illa
Veigar Páll Gunnarsson lent í slæmri tæklingu í leik með Stabæk um helgina og nú er óttast að hann gæti verið frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. Veigar Páll er annar landsliðsmaðurinn sem meiddist illa um helgina því Hermann Hreiðarsson sleit hásin í leik með Portsmouth á laugardaginn.

Rúrik skoraði mikilvæg sigurmark fyrir OB í toppbaráttunni
Rúrik Gíslason tryggði OB Óðinsvéum 2-1 sigur á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúrik skoraði markið með laglegu langskoti á 65. mínútu eftir sendingu frá Peter Utaka.

Veigar Páll lagði upp tvö mörk í sigri Stabæk
Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk unnu 3-2 útisigur á Odd Grenland í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Veigar Páll byrjaði endurkomuna sína í norska boltann vel því hann lagði upp tvö fyrstu mörk Stabæk á tímabilinu.

Hjálmar innsiglaði sigur 3-0 útisigur IFK Gautaborg
IFK Gautaborg byrjaði vel í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-0 útisigur á Kalmar í opnunarleik tímabilsins.

Veigar Páll: Ætla að sýna það að Nancy hafði rangt fyrir sér
Veigar Páll Gunnarsson er kominn aftur til Stabæk eftir martröðina með Nancy í franska fótboltanum og um helgina er fyrsta umferð norsku úrvalsdeildarinnar. veigar Páll var af því tilefni í viðtali hjá NTB, stærstu fréttastofunni í Noregi.