Fótbolti á Norðurlöndum Emil Hallfreðsson til Lyn í Noregi Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, en hann hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham síðustu ár. Emil mun væntanlega skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við norska félagið í næstu viku, en þá mun hann mæta á sína fyrstu æfingu hjá Lyn. Fótbolti 8.7.2007 16:10 Djurgården á toppinn Djurgården komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið lagði Malmö 1-0 í miklum baráttuleik. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar hafa hlotið 23 stig eftir 13 leiki, en Kalmar og Halmstad sem eru í öðru og fjórða sæti geta komist upp fyrir Djurgården með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða. Fótbolti 7.7.2007 16:45 Fær falleinkunn hjá Aftenposten Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað“ í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann. Fótbolti 6.7.2007 18:45 Valdi mest spennandi kostinn Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. Fótbolti 5.7.2007 21:25 Stefán semur við Bröndby til fimm ára Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason hefur undirritað fimm ára samning við danska liðið Bröndby eftir að það gekk í dag frá kaupum á honum frá norska liðinu Lyn. Stefán hefur farið mikinn með norska liðinu í sumar og segja danskir fjölmiðlar að lið í Þýskalandi og á Englandi hafi sýnt honum mikinn áhuga. Fótbolti 5.7.2007 15:38 Rúrik samdi við Viborg Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason gerði í dag þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg, en hann var með lausa samninga hjá enska félaginu Charlton. Rúrik var með samning undir höndum hjá danska félaginu í gær og skrifaði undir hann í dag. Stjórnarformaður félagsins sagðist í gær vongóður um að landa Rúrik og sagði félagið hafa mikinn áhuga á að ganga frá samningi við hann. Fótbolti 3.7.2007 15:12 Stefán til Bröndby í vikunni Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Fótbolti 2.7.2007 22:06 Stefán skoraði eitt og lagði upp annað Stefán Þórðarson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-2 sigri Norrköping gegn Jönköpings Södra IF í dag. Stefán skoraði á 54. mínútu og kom liði sínu í 1-0. Hann lagði svo upp mark fyrir félaga sinn Bruno Santos á 64. mínútu og staðan var orðin 2-0. Fótbolti 2.7.2007 19:11 Djurgarden sigraði Gefle Lið Djurgarden, sem að Sigurður Jónsson stjórnar, sigraði í dag lið Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-1 og var það Cardoso Nazaré Enrico sem skoraði bæði mörk Djurgarden. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgarden og krækti sér í gult spjald áður en honum var skipt út af á 69. mínútu. Fótbolti 2.7.2007 18:58 Veigar Páll skoraði í sigri Stabæk á Stromsgodset Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk í dag og lagði upp annað í 3-2 sigri á Stromsgodset. Veigar skoraði annað mark liðsins á 38. mínútu og kom Stabæk þá í 2-0. Fótbolti 1.7.2007 18:41 Rúrik að yfirgefa Charlton Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik. Fótbolti 30.6.2007 17:17 Stefán á leið til Bröndby? Ekstra blaðið í Danmörku heldur því fram í dag að Bröndby sé við það að ganga frá kaupum á landsliðsmanninum Stefáni Gíslasyni frá Lyn í Noregi. Kaupverðið er sagt vera um 100 milljónir króna og ef af viðskiptunum verður - yrði Stefán dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti 28.6.2007 12:42 Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. Fótbolti 24.6.2007 21:13 Heldur í Hörð og Hólmar Örn Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félaginu Silkeborg sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hörður sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí. Fótbolti 21.6.2007 18:42 Eyjólfur skoraði fyrir GAIS Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik. Fótbolti 18.6.2007 18:54 Stefán með þrennu Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn. Fótbolti 16.6.2007 20:31 Ármann Smári orðinn bestur Stefán Gíslason er ekki lengur besti íslenski knattspyrnumaðurinn í Noregi ef mið er tekið af einkunnagjöf fjögurra stærstu fjölmiðlanna þar í landi. Ármann Smári Björnsson er nú kominn með hærri meðaleinkunn, 5,5. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brann um helgina og fékk bestu dóma Íslendinga um helgina. Fótbolti 12.6.2007 19:27 Til Djurgarden á reynslu í dag Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út. Fótbolti 11.6.2007 20:19 Ég er kominn í rétta stöðu Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. Fótbolti 11.6.2007 20:19 Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrir Norrköping Norrköping styrkti stöðu sína á toppi annarar deildar í Svíþjóð með góðum 1-3 útisigri á Landskrona í dag en með liðinu spila íslendingarnir Garðar B. Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson. Fótbolti 3.6.2007 15:50 Stefán skoraði fyrir Lyn í tapleik Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Stefán Gíslason og félagar í Lyn töpuðu 3-1 á útivelli fyrir Lilleström. Stefán skoraði mark gestanna á 29. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn í kvöld. Fótbolti 30.4.2007 20:16 Veigar Páll: Þetta var dásamlegt Veigar Páll Gunnarsson er í skýjunum með að hafa náð að opna markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði bæði mörk Stabæk í fræknum sigri liðsins á Rosenborg í gærkvöldi. “Tilfinningin er dásamleg,” sagði Veigar við norska fjölmiðla þegar hann var spurður að því hvernig það hefði verið að tryggja liði sínu sigur á norska stórveldinu. Fótbolti 22.4.2007 12:11 Veigar var hetja Stabæk gegn Rosenborg Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk þegar liðið bar sigurorð af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Mörkin skoraði Veigar á 59. og 83. mínútu en Rosenborg hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Þá unnu lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden góðan sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 21.4.2007 19:16 Fyrsti sigurinn í húsi hjá Sigurði Jónssyni Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í sænska liðinu Djurgarden unnu fyrsta sigurinn undir hans stjórn í kvöld þegar liðið lagði Halmstad 2-0. Helsingborg lagði Gefle 3-1 þar sem Ólafur Ingi Skúlason kom inn sem varamaður hjá Helsingborg og markaskorarinn Henrik Larsson skoraði eitt mark. Fótbolti 16.4.2007 21:08 Ásthildur byrjar vel Landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir var aðeins sex mínútur að stimpla sig inn með liði sínu Malmö í sænska boltanum í kvöld þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Balinge. Þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu og Ásthildur heldur uppteknum hætti frá síðustu leiktíð. Fótbolti 11.4.2007 23:21 Of margir útlendingar í norska boltanum Norðmenn hafa áhyggjur af fjölgun erlendra knattspyrnumanna í landinu. Á síðustu leiktíð voru 4 af hverjum 10 leikmönnum erlendir. Alls voru 136 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni útlendingar. Ungir norskir knattspyrnumenn fá færri mínútur í deildinni en áður og fyrir vikið fara færri Norðmenn í atvinnumennsku til útlanda. Núna eru 14 íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.3.2007 11:38 Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. Fótbolti 21.3.2007 21:18 Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. Fótbolti 27.2.2007 18:27 Ólafur skrifar undir hjá Helsingborg Knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ólafur hefur verið á mála hjá enska liðinu Brentford undanfarin tvö ár en heldur nú til sænska liðsins þar sem meðal liðsfélaga hans verður enginn annar en Henrik Larsson sem nú er lánsmaður hjá Man Utd. Fótbolti 21.2.2007 19:22 Hjartasjúklingur á leið til Start Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður. Fótbolti 15.2.2007 19:13 « ‹ 112 113 114 115 116 117 118 … 118 ›
Emil Hallfreðsson til Lyn í Noregi Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, en hann hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham síðustu ár. Emil mun væntanlega skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við norska félagið í næstu viku, en þá mun hann mæta á sína fyrstu æfingu hjá Lyn. Fótbolti 8.7.2007 16:10
Djurgården á toppinn Djurgården komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið lagði Malmö 1-0 í miklum baráttuleik. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar hafa hlotið 23 stig eftir 13 leiki, en Kalmar og Halmstad sem eru í öðru og fjórða sæti geta komist upp fyrir Djurgården með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða. Fótbolti 7.7.2007 16:45
Fær falleinkunn hjá Aftenposten Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað“ í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann. Fótbolti 6.7.2007 18:45
Valdi mest spennandi kostinn Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. Fótbolti 5.7.2007 21:25
Stefán semur við Bröndby til fimm ára Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason hefur undirritað fimm ára samning við danska liðið Bröndby eftir að það gekk í dag frá kaupum á honum frá norska liðinu Lyn. Stefán hefur farið mikinn með norska liðinu í sumar og segja danskir fjölmiðlar að lið í Þýskalandi og á Englandi hafi sýnt honum mikinn áhuga. Fótbolti 5.7.2007 15:38
Rúrik samdi við Viborg Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason gerði í dag þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg, en hann var með lausa samninga hjá enska félaginu Charlton. Rúrik var með samning undir höndum hjá danska félaginu í gær og skrifaði undir hann í dag. Stjórnarformaður félagsins sagðist í gær vongóður um að landa Rúrik og sagði félagið hafa mikinn áhuga á að ganga frá samningi við hann. Fótbolti 3.7.2007 15:12
Stefán til Bröndby í vikunni Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Fótbolti 2.7.2007 22:06
Stefán skoraði eitt og lagði upp annað Stefán Þórðarson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-2 sigri Norrköping gegn Jönköpings Södra IF í dag. Stefán skoraði á 54. mínútu og kom liði sínu í 1-0. Hann lagði svo upp mark fyrir félaga sinn Bruno Santos á 64. mínútu og staðan var orðin 2-0. Fótbolti 2.7.2007 19:11
Djurgarden sigraði Gefle Lið Djurgarden, sem að Sigurður Jónsson stjórnar, sigraði í dag lið Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-1 og var það Cardoso Nazaré Enrico sem skoraði bæði mörk Djurgarden. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgarden og krækti sér í gult spjald áður en honum var skipt út af á 69. mínútu. Fótbolti 2.7.2007 18:58
Veigar Páll skoraði í sigri Stabæk á Stromsgodset Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk í dag og lagði upp annað í 3-2 sigri á Stromsgodset. Veigar skoraði annað mark liðsins á 38. mínútu og kom Stabæk þá í 2-0. Fótbolti 1.7.2007 18:41
Rúrik að yfirgefa Charlton Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik. Fótbolti 30.6.2007 17:17
Stefán á leið til Bröndby? Ekstra blaðið í Danmörku heldur því fram í dag að Bröndby sé við það að ganga frá kaupum á landsliðsmanninum Stefáni Gíslasyni frá Lyn í Noregi. Kaupverðið er sagt vera um 100 milljónir króna og ef af viðskiptunum verður - yrði Stefán dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti 28.6.2007 12:42
Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. Fótbolti 24.6.2007 21:13
Heldur í Hörð og Hólmar Örn Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félaginu Silkeborg sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hörður sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí. Fótbolti 21.6.2007 18:42
Eyjólfur skoraði fyrir GAIS Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik. Fótbolti 18.6.2007 18:54
Stefán með þrennu Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn. Fótbolti 16.6.2007 20:31
Ármann Smári orðinn bestur Stefán Gíslason er ekki lengur besti íslenski knattspyrnumaðurinn í Noregi ef mið er tekið af einkunnagjöf fjögurra stærstu fjölmiðlanna þar í landi. Ármann Smári Björnsson er nú kominn með hærri meðaleinkunn, 5,5. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brann um helgina og fékk bestu dóma Íslendinga um helgina. Fótbolti 12.6.2007 19:27
Til Djurgarden á reynslu í dag Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út. Fótbolti 11.6.2007 20:19
Ég er kominn í rétta stöðu Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. Fótbolti 11.6.2007 20:19
Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrir Norrköping Norrköping styrkti stöðu sína á toppi annarar deildar í Svíþjóð með góðum 1-3 útisigri á Landskrona í dag en með liðinu spila íslendingarnir Garðar B. Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson. Fótbolti 3.6.2007 15:50
Stefán skoraði fyrir Lyn í tapleik Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Stefán Gíslason og félagar í Lyn töpuðu 3-1 á útivelli fyrir Lilleström. Stefán skoraði mark gestanna á 29. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn í kvöld. Fótbolti 30.4.2007 20:16
Veigar Páll: Þetta var dásamlegt Veigar Páll Gunnarsson er í skýjunum með að hafa náð að opna markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði bæði mörk Stabæk í fræknum sigri liðsins á Rosenborg í gærkvöldi. “Tilfinningin er dásamleg,” sagði Veigar við norska fjölmiðla þegar hann var spurður að því hvernig það hefði verið að tryggja liði sínu sigur á norska stórveldinu. Fótbolti 22.4.2007 12:11
Veigar var hetja Stabæk gegn Rosenborg Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk þegar liðið bar sigurorð af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Mörkin skoraði Veigar á 59. og 83. mínútu en Rosenborg hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Þá unnu lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden góðan sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 21.4.2007 19:16
Fyrsti sigurinn í húsi hjá Sigurði Jónssyni Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í sænska liðinu Djurgarden unnu fyrsta sigurinn undir hans stjórn í kvöld þegar liðið lagði Halmstad 2-0. Helsingborg lagði Gefle 3-1 þar sem Ólafur Ingi Skúlason kom inn sem varamaður hjá Helsingborg og markaskorarinn Henrik Larsson skoraði eitt mark. Fótbolti 16.4.2007 21:08
Ásthildur byrjar vel Landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir var aðeins sex mínútur að stimpla sig inn með liði sínu Malmö í sænska boltanum í kvöld þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Balinge. Þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu og Ásthildur heldur uppteknum hætti frá síðustu leiktíð. Fótbolti 11.4.2007 23:21
Of margir útlendingar í norska boltanum Norðmenn hafa áhyggjur af fjölgun erlendra knattspyrnumanna í landinu. Á síðustu leiktíð voru 4 af hverjum 10 leikmönnum erlendir. Alls voru 136 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni útlendingar. Ungir norskir knattspyrnumenn fá færri mínútur í deildinni en áður og fyrir vikið fara færri Norðmenn í atvinnumennsku til útlanda. Núna eru 14 íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.3.2007 11:38
Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. Fótbolti 21.3.2007 21:18
Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. Fótbolti 27.2.2007 18:27
Ólafur skrifar undir hjá Helsingborg Knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ólafur hefur verið á mála hjá enska liðinu Brentford undanfarin tvö ár en heldur nú til sænska liðsins þar sem meðal liðsfélaga hans verður enginn annar en Henrik Larsson sem nú er lánsmaður hjá Man Utd. Fótbolti 21.2.2007 19:22
Hjartasjúklingur á leið til Start Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður. Fótbolti 15.2.2007 19:13
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent