Erlend sakamál Skotárás við heimili Drake Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur. Erlent 7.5.2024 15:08 Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Erlent 7.5.2024 14:16 Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59 Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03 „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Erlent 30.4.2024 16:04 Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Erlent 30.4.2024 08:02 Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. Viðskipti erlent 24.4.2024 15:51 Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Erlent 24.4.2024 08:47 Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Erlent 24.4.2024 08:41 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Erlent 22.4.2024 15:27 Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19 Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Erlent 18.4.2024 16:01 Borgarstjóri sakaður um brot gegn dóttur sinni Marty Small eldri, borgarstjóri Atlantic City í New Jersey-ríki Bandaríkjanna, og eiginkona hans La’Quetta Small, forstöðukona almenningsskóla í borginni, eru grunuð um að beita táningsdóttur sína ofbeldi. Erlent 17.4.2024 21:57 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Erlent 16.4.2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Erlent 15.4.2024 12:40 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. Erlent 15.4.2024 07:31 Íslendingur flýr réttvísina í Kanada Íslendingur sem er grunaður um brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford er ekki talinn búa lengur í borginni. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum. Erlent 14.4.2024 09:01 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Erlent 12.4.2024 23:54 Ók stórum flutningabíl viljandi á opinbera byggingu Einn er látinn og þrettán slasaðir eftir að ökumaður stórs flutningabíls ók honum viljandi inn í opinbera byggingu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Manninum hafði verið synjað um endurnýjun á ökuréttindum. Erlent 12.4.2024 23:14 Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. Erlent 12.4.2024 14:11 Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Erlent 12.4.2024 10:31 Réttarhöldin sem skóku Bandaríkin Greint var frá andláti sakbornings eins eftirminnilegasta dómsmáls bandarískrar réttarsögu í gær. Orenthal James Simpson, betur þekktur sem OJ Simpson, lést 76 ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar. Banamein OJ var krabbamein sem hann hafði glímt við í nokkur ár. Erlent 12.4.2024 08:01 Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Erlent 11.4.2024 10:16 Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Erlent 11.4.2024 08:43 Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erlent 10.4.2024 22:32 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Erlent 10.4.2024 15:24 Kennari fékk piltinn til að fara úr skólastofunni eftir skotárásina Finnska lögreglan segir að kennari hafi fengið tólf ára dreng sem skaut þrjú skólasystkini sín, þar af eitt til bana, í Vantaa í síðustu viku til þess að yfirgefa skólastofuna. Pilturinn er sagður hafa notað byssu sem hann tók frá ættingja sínum í leyfisleysi. Erlent 10.4.2024 14:11 Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Erlent 10.4.2024 00:06 Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður. Erlent 9.4.2024 12:35 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 23 ›
Skotárás við heimili Drake Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur. Erlent 7.5.2024 15:08
Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Erlent 7.5.2024 14:16
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59
Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Erlent 30.4.2024 16:04
Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Erlent 30.4.2024 08:02
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. Viðskipti erlent 24.4.2024 15:51
Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Erlent 24.4.2024 08:47
Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Erlent 24.4.2024 08:41
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Erlent 22.4.2024 15:27
Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19
Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Erlent 18.4.2024 16:01
Borgarstjóri sakaður um brot gegn dóttur sinni Marty Small eldri, borgarstjóri Atlantic City í New Jersey-ríki Bandaríkjanna, og eiginkona hans La’Quetta Small, forstöðukona almenningsskóla í borginni, eru grunuð um að beita táningsdóttur sína ofbeldi. Erlent 17.4.2024 21:57
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Erlent 16.4.2024 12:03
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Erlent 15.4.2024 12:40
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. Erlent 15.4.2024 07:31
Íslendingur flýr réttvísina í Kanada Íslendingur sem er grunaður um brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford er ekki talinn búa lengur í borginni. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum. Erlent 14.4.2024 09:01
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Erlent 12.4.2024 23:54
Ók stórum flutningabíl viljandi á opinbera byggingu Einn er látinn og þrettán slasaðir eftir að ökumaður stórs flutningabíls ók honum viljandi inn í opinbera byggingu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Manninum hafði verið synjað um endurnýjun á ökuréttindum. Erlent 12.4.2024 23:14
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. Erlent 12.4.2024 14:11
Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Erlent 12.4.2024 10:31
Réttarhöldin sem skóku Bandaríkin Greint var frá andláti sakbornings eins eftirminnilegasta dómsmáls bandarískrar réttarsögu í gær. Orenthal James Simpson, betur þekktur sem OJ Simpson, lést 76 ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar. Banamein OJ var krabbamein sem hann hafði glímt við í nokkur ár. Erlent 12.4.2024 08:01
Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Erlent 11.4.2024 10:16
Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Erlent 11.4.2024 08:43
Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erlent 10.4.2024 22:32
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Erlent 10.4.2024 15:24
Kennari fékk piltinn til að fara úr skólastofunni eftir skotárásina Finnska lögreglan segir að kennari hafi fengið tólf ára dreng sem skaut þrjú skólasystkini sín, þar af eitt til bana, í Vantaa í síðustu viku til þess að yfirgefa skólastofuna. Pilturinn er sagður hafa notað byssu sem hann tók frá ættingja sínum í leyfisleysi. Erlent 10.4.2024 14:11
Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Erlent 10.4.2024 00:06
Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður. Erlent 9.4.2024 12:35