
Fasteignamarkaður

Hátt í fimmtíu milljóna króna forstjóraskipti
Starfslok Helga S. Gunnarssonar sem forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. kostuðu fyrirtækið 48 milljónir króna. Leigutekjur félagsins jukust um sextán prósent á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra.

Edda Hermanns og Rikki Daða kaupa glæsihöll á Seltjarnarnesi
Edda Hermannsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir hafa keypt 500 fermetra glæsihöll við Bakkavör á Seltjarnarnesi.

AGS segir Seðlabankanum að fylgjast vel með fasteignafélögum
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur að undanförnu lagt mat á stöðu efnahagsmála hér á landi, telur að fylgjast þurfi vel með atvinnuhúsnæðismarkaðinum og mögulega þarf að innleiða sérstök lánþegaskilyrði fyrir fasteignafélög sem eru mjög skuldsett.

Bylting á fasteignamarkaði?
Eitt frægasta dæmið um byltingu á markaði er þegar Ford byrjaði að framleiða bifreiðar á færibandi. Það leiddi af sér ótrúlega lækkun á kostnaði á bifreiðum og nú til dags er yfirburða meirihluti bifreiða framleidd á færibandi og nú með róbótum og endurspeglast það í umferð hversdagsins.

Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu
Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir.

Að meðaltali frekar fínt
Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“
Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni.

Björn Bragi kaupir 160 milljóna króna einbýlishús
Athafnamaðurinn og skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson hefur fest kaup á einbýlishúsi við Nesbala á Seltjarnarnesi.

Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki
Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax.

Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent
Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu.

Fasteignaverð hækkaði mest á Íslandi af OECD löndunum frá 2010
Fasteignaverð hefur hækkað mest hér á landi frá árinu 2010 miðað við önnur iðnríki. Mun meira en víða í nágrannalöndunum. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins bendir á að íbúafjölgun og hagvöxtur hafi verið mun meiri hérlendis en í ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu. „Á sama tíma hefur framboð nýrra íbúða verið of lítið hér á landi,“ segir hann. Aftur á móti þegar litið er til hækkunar frá árinu 2006 er sagan önnur. Þá skerum við okkur ekki úr nágrannalöndum okkar. Hagfræðingur Reykjavík Economics rekur þessa miklu hækkun frá árinu 2010 meðal annars til þess að fasteignaverð hérlendis lækkaði „skarpt“ í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

Mesta hækkun íbúðaverðs í níu mánuði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í mars. Er það mesta hækkun síðan í júní á síðasta ári. Alls voru undirritaðir 485 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í mars.

Hrein ný íbúðalán ekki verið minni síðan 2016
Hrein ný íbúðalán námu 6,8 milljörðum króna í febrúarmánuði og hafa þau ekki verið minni síðan í mars 2016. Þetta endurspeglar minnkandi veltu á fasteignamarkaði.

Notalegt fjölskylduhús á einni hæð í Garðabæ
Við Hörpulund 1 í Garðabæ er vel skipulagt 200 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið er byggt árið 1973 og teiknað af arkitektinum Pálmari Ólasyni.

Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent
Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi.

Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni.

Tímamót í viðskiptum með fasteignir
Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu.

Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi
Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi.

Glæsihýsi við Keldugötu
Sjö herbergja einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti, Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 324 eru 249 milljónir króna.

Er rétti tíminn til að stækka við sig?
Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.

Rétti tíminn til að byggja
Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða

Od wynajmu do własnego mieszkania w rozwijającej się gminie
W Vogar, przy ulicy Grænubyggð, są obecnie w sprzedaży mieszkania znajdujące się w nowo wybudowanym dwupiętrowym apartamentowcu. Apartamenty są specjalnie przystosowane do systemu pożyczek kapitałowych (pożyczka z prawem do udziału w zyskach) dzięki czemu osoby, które wcześniej płaciły niebotyczne czynsze, mają możliwość zakupu wysokiej jakości mieszkań w dobrej cenie.

Af leigumarkaði í eigið húsnæði í vaxandi sveitarfélagi
Fallegar eignir til sölu í tveggja hæða fjölbýli við Grænubyggð í Vogum. Íbúðirnar eru sérhannaðir inn í hlutdeildarlánakerfið og gefur fólki, sem áður greiddi himinháa húsaleigu, möguleika á að kaupa vandaðar íbúðir á góðu verði.

Verðbólgan þokast niður
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent.

Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur
Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð.

Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012
Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað.

Ný raðhús úr vistvænu byggingarefni í rótgrónu hverfi
Fasteignasalan Lind kynnir nýbyggð raðhús á tveimur hæðum í Fossvoginum í Reykjavík. Um er að ræða bjartar og nútímalegar íbúðir með hagnýtu skipulagi þar sem hver fermetri er vel nýttur. Umhverfisvænt og vistvænt byggingarefni var notað við byggingu húsanna.

Arion banki fyrstur til að hækka vexti
Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum.

„Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“
Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi.

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.