Algeng mistök við fasteignakaup og hvernig þú forðast þau Kristín Ósk Þórðardóttir skrifar 16. maí 2024 16:01 Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun