
Þýski boltinn

Enn tapar Bayern stigum í deildinni
Hertha Berlin er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar eftir 2-1 sigur á botnliði Gladbach í gær.

Hamburg á toppinn í Þýskalandi
Lærisveinar Martin Jol í Hamburg eru komnir með tveggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Leverkusen í dag.

Hoffenheim aftur á toppinn - Bayern lá heima
Óvæntir hlutir áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Spútniklið Hoffenheim er komið aftur á toppinn eftir 3-3 jafntefli á útivelli gegn Stuttgart og Bayern lá heima 2-1 fyrir Köln.

Þjálfari Hoffenheim skammar leikmenn sína
Ralf Rangnick, þjálfari nýliða Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni, húðskammaði leikmenn sína í viðtali við staðarblöð eftir helgina.

Podolski bjóst við að enda úti í kuldanum
Framherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen segir að það komi sér lítið á óvart að hann hafi verið settur út í kuldann hjá liðinu eftir að hann samþykkti að ganga í raðir gamla liðsins síns Köln í sumar.

Í agabann út tímabilið
Serbneski sóknarmaðurinn Danijel Ljuboja hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir þýska liðið Stuttgart. Hann hefur verið settur í agabann af félaginu út leiktíðina og mun aðeins æfa og leika með varaliðinu.

Keisarinn talar: Bayern ekki sigurstranglegast
Franz Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að toppslagurinn í þýsku úrvalsdeildinni sé nú galopinn og að Bayern sé ekki líklegra en önnur lið til að hampa titlinum í vor.

Voronin vill framlengja í Berlín
Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Liverpool hefur öðlast nýtt líf eftir að hann fór á lánssamning til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hertha Berlin.

Voronin skaut Herthu á toppinn í Þýskalandi
Hertha Berlín gerði sér lítið fyrir og kom sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Bayern München í dag.

Hoffenheim fékk annan skell gegn Leverkusen
Öskubuskulið Hoffenheim hefur farið mikinn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, en í kvöld steinlá liðið 4-1 heima fyrir Leverkusen. Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Leverkusen tekur nýliðana í kennslustund.

Mörg stórlið hafa boðið í Ribery
Franck Ribery, leikmaður Bayern München, hefur greint frá því að mörg stórlið í Evrópu hafa gert félaginu tilboð í sig.

Nutu ásta í miðjuhringnum
Koma króatíska varnarmannsins Dino Drpić í þýsku úrvalsdeildina hefur heldur betur vakið athygli. Drpić er genginn til liðs við Karlsruhe á lánssamningi frá Dynamo Zagreb en þýska liðið er í harðri botnbaráttu.

Ribery ánægður í München
Franck Ribery segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið til Real Madrid í sumar þrátt fyrir það sem Franz Beckenbauer hefur sagt.

Topplið Hoffenheim náði aðeins jafntefli gegn botnliðinu
Kraftaverkalið Hoffenheim heldur enn þriggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn botnliði Gladbach á heimavelli í dag.

Bayern kaupir Tymoshchuk
Bayern Munchen hefur náð samkomulagi við Zenit í Pétursborg um kaup á úkraínska landsliðsmanninum Anatoliy Tymoshchuk næsta sumar.

Hoffenham hélt toppsætinu
Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu er komin af stað á nýjan leik eftir vetrarhlé og heldur spútniklið Hoffenheim uppteknum hætti á nýju ári.

Hamburg á toppinn
Hamburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Bayern Munchen uppgjöri liðanna í kvöld. Það var Mladen Petric sem skoraði sigurmark Hamborgar skömmu fyrir hlé, en Bayern náði ekki að jafna þrátt fyrir stífa sókn það sem eftir lifði leiks.

Pizarro ánægður hjá Bremen
Claudio Pizarro vonast til að hann þurfi ekki að koma aftur til Chelsea eftir að núverandi lánssamningur félagsins við Werder Bremen rennur út í lok tímabilsins.

Tilboð í Ribery byrja í 150 milljónum evra
Forráðamenn Bayern Munchen voru fljótir að gefa frá sér yfirlýsingu þegar fjölmiðlar í Frakklandi byrjuðu að slúðra um meintan áhuga liða á Franck Ribery.

Sagnol að hætta
Franski bakvörðurinn Willy Sagnol mun líklega leggja skóna á hilluna fljótlega. Þetta segir Uli Höness framkvæmdastjóri Bayern Munchen.

Samningar í höfn hjá Podolski
Köln hefur nú formlega gengið frá kaupum á framherjanum Lukas Podolski frá Bayern Munchen.

Podolski á leið til Köln á ný
Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski mun að öllum líkindum ganga í raðir síns gamla félags Köln í þýsku úrvalsdeildinni næsta sumar.

Podolski vill spila við hlið Totti
Þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen segist vel geta hugsað sér að spila við hlið Francesco Totti í framlínu Roma á Ítalíu.

Olic til Bayern næsta sumar
Þýska liðið Bayern München hefur tryggt sér sóknarmanninn Ivica Olic frá Hamborg. Olic mun ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí í sumar en þá tekur í gildi þriggja ára samningur.

City og Tottenham á eftir Podolski
Lukas Podolski, leikmaður Bayern München, hefur staðfest að bæði Manchester City og Tottenham hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig.

Malouda orðaður við Bayern München
Florent Malouda hefur verið orðaður við þýska stórliðið Bayern München en hann hefur átt erfitt með að vinna sér fast sæti í liði Chelsea síðan hann kom til félagsins í fyrra.

Ribery vill spila fyrir risafélag
Franck Ribery greindi frá því í samtali við þýska fjölmiðla að hann dreymir um að spila einn daginn fyrir eitt af stærtu knattspyrnufélögum heimsins.

Stalteri aftur til Þýskalands
Kanadíski bakvörðurinn Paul Stalteri er búinn að skrifa undir samning við Borussia Mönchengladbach, botnlið þýsku úrvalsdeildarinnar. Stalteri er 31. árs og var leystur undan samningi við Tottenham á dögunum.

Schweinsteiger framlengir hjá Bayern
Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger hefur framlengt samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2012.

Hoffeinheim vetrarmeistari í Þýskalandi
Smálið Hoffeinheim situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú þegar jólafrí hefst í deildinni.