Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid eftir þrjú meiðslahrjáð tímabil hjá félaginu. Þýska blaðið Bild segir hinn 29 ára varnarmaður sé búinn að samþykkja að fara til Schalke 04.
Samingur Christoph Metzelder við Real Madrid rennur út í sumar og því fer hann líklega á frjálsri sölu. Hann hefur lítið spilað með Real-liðinu síðan að hann kom þangað frá Borussia Dortmund árið 2007.
Wolfsburg var einnig að reyna að fá Metzelder til sín en það sem gerði útslagið samkvæmt heimildum Bild var að Metzelder fór til Berlínar og hitti Felix Magath, þjálfara Schalke 04.
