Box Íhugar að létta sig Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn. Sport 24.7.2006 16:12 Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 23.7.2006 17:08 Ætlum ekki inn í hringinn til að dansa Hnefaleikarinn Shane Mosley lofar að setja á svið flugeldasýningu fyrir áhorfendur á laugardagskvöldið þegar hann mætir Fernando Vargas í Las Vegas í bardaga sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þeir félagar mættust áður í febrúar og þar var Mosley dæmdur sigur eftir að Vargas hlaut skurð í andliti, sem hann sagðist hafa fengið eftir að Mosley skallaði sig. Sport 13.7.2006 17:13 Skelton vann óvæntan sigur á Williams Matt Skelton vann í gærkvöld nokkuð óvæntan sigur á Danny Williams í þungavigtarbardaga þeirra í Cardiff í gærkvöldi, en bardaginn var sýndur beint á Sýn. Skelton hélt sig óvænt í góðri fjarlægð frá andstæðingi sínum í bardaganum og nýtti sér minni líkamsþyngd sína til að leggja Williams á stigum. Sport 9.7.2006 15:50 Danny Williams mætir Matt Skelton Sýn býður upp á beina útsendingu frá hnefaleikum í kvöld, þar sem aðalbardaginn verður viðureign þeirra Danny Williams og Matt Skelton í þungavigtinni. Þessir kappar áttust við í febrúar síðastliðnum og þar vann Williams á stigum. Hann hefur nú þyngt sig til muna fyrir bardaga kvöldsins og hefur lofað því að verða enn betri en í fyrri viðureigninni, en sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega mæta rússneska tröllinu Nikolai Valuev um WBC-beltið. Sport 8.7.2006 20:50 Böðullinn hættir á toppnum Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Sport 11.6.2006 14:03 Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt. Sport 2.6.2006 16:50 Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Sport 1.6.2006 20:43 Danny Williams kemur inn fyrir Harrison Þungavigtarhnefaleikarinn Danny Williams hefur samþykkt að koma í stað Scott Harrison á hnefaleikakvöldinu í Belfast á annað kvöld, en Harrison hætti við að keppa til að fara í áfengismeðferð. Williams mun hita upp fyrir annan bardaga sinn við Matt Skelton með því að berjast við lítt þekktan Þjóðverja. Sport 19.5.2006 16:35 Khan ætlar ekki að misstíga sig Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð. Sport 18.5.2006 16:37 Collazo heimtar annan bardaga Bandaríkjamaðurinn Luis Collazo hefur farið fram á annan bardaga við Ricky Hatton, en sá síðarnefndi sigraði í titilbardaga þeirra í Boston um liðna helgi. Don King, umboðsmaður Collazo, segir að Hatton skuldi stuðningsmönnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum annan bardaga. Sport 16.5.2006 16:20 Prinsinn áfrýjar Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu. Sport 15.5.2006 20:36 Hatton lagði Collazo í frábærum bardaga Ricky Hatton mætti líklega einhverjum sterkasta andstæðingi sínum á ferlinum þegar hann lagði hinn örvhenta Luis Collazo naumlega í Boston Garden í nótt. Hatton er þar með orðinn heimsmeistari WBA meistari í veltivigt og sveik engann í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum sem sýndur var beint á Sýn í nótt. Sport 14.5.2006 17:09 Prinsinn í grjótið Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleikum, Prince Naseem Hamed, var í dag dæmdur í 15 mánaða fangelski fyrir gáleysislegan akstur sem olli alvarlegu umferðarslysi í heimabæ hans Sheffield á Englandi. Hamed viðurkenndi brot sitt og er nú á leið í fangelsi, sem þýðir að ekkert verður úr endurkomu hans í hringinn í Bandaríkjunum á árinu eins og til stóð. Sport 12.5.2006 13:58 Hatton er óhræddur Enski hnefaleikarinn Ricky Hatton er óhræddur við þá áskorun sem hann tekst á við annað kvöld þegar hann berst við hinn örvhenta Luiz Collazo í Boston. Hatton ætlar sér sem kunnugt er stóra hluti í Bandaríkjunum og bíður færis að fá að berjast við Floyd Mayweather í framtíðinni. Bardaginn annað kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 11.5.2006 14:03 Ætlar sér stóra hluti í Ameríku Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið. Sport 9.5.2006 15:14 Hatton valdi rangan andstæðing Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo. Sport 25.4.2006 15:27 Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga. Sport 22.4.2006 20:25 Íslandsmótið í hnefaleikum Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20. Lífið 21.4.2006 17:21 Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. Sport 20.4.2006 18:32 HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí. Sport 12.4.2006 08:57 Mayweather vann Judah Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum. Sport 9.4.2006 16:31 Mayweather mætir Judah Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund. Sport 8.4.2006 15:49 Hatton mætir Collazo Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar upp um einn þyngdarflokk þegar hann mætir bandaríska veltivigtarmeistaranum Luis Collazo í Boston þann 13. maí næstkomandi. Hatton er handhafi IBF og WBA meistaratitlanna í léttveltivigt, en ætlar nú að þyngja sig og leitast við að bæta við sig einum titli í viðbót á bandarískri grundu. Sport 23.3.2006 18:10 Rahman ætlar að ganga frá Toney WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 18:06 Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn. Sport 4.3.2006 15:43 Mosley of mikið fyrir Vargas "Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það. Sport 26.2.2006 08:05 Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. Sport 22.2.2006 17:53 Toney vill berjasti við Lewis Hnefaleikarinn James Toney segist þess fullviss að hann geti lokkað fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis til að taka hanskana fram að nýju til að berjast við sig ef hann nær að vinna Hasim Rahman í titilbardaga þeirra í næsta mánuði. Sport 14.2.2006 15:05 Mayweather með stórar yfirlýsingar Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather er með skýr skilaboð til hins breska Ricky Hatton sem ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum á næsu mánuðum. "Ef Hatton ætlar að berjast við mig, fer eins fyrir honum og Prinsinum á sínum tíma. Ef hann fer inn í hringinn með mér, verður hann laminn og kemur aldrei til Bandaríkjanna aftur," sagði Mayweather. Sport 10.2.2006 19:05 « ‹ 28 29 30 31 32 33 … 33 ›
Íhugar að létta sig Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn. Sport 24.7.2006 16:12
Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 23.7.2006 17:08
Ætlum ekki inn í hringinn til að dansa Hnefaleikarinn Shane Mosley lofar að setja á svið flugeldasýningu fyrir áhorfendur á laugardagskvöldið þegar hann mætir Fernando Vargas í Las Vegas í bardaga sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þeir félagar mættust áður í febrúar og þar var Mosley dæmdur sigur eftir að Vargas hlaut skurð í andliti, sem hann sagðist hafa fengið eftir að Mosley skallaði sig. Sport 13.7.2006 17:13
Skelton vann óvæntan sigur á Williams Matt Skelton vann í gærkvöld nokkuð óvæntan sigur á Danny Williams í þungavigtarbardaga þeirra í Cardiff í gærkvöldi, en bardaginn var sýndur beint á Sýn. Skelton hélt sig óvænt í góðri fjarlægð frá andstæðingi sínum í bardaganum og nýtti sér minni líkamsþyngd sína til að leggja Williams á stigum. Sport 9.7.2006 15:50
Danny Williams mætir Matt Skelton Sýn býður upp á beina útsendingu frá hnefaleikum í kvöld, þar sem aðalbardaginn verður viðureign þeirra Danny Williams og Matt Skelton í þungavigtinni. Þessir kappar áttust við í febrúar síðastliðnum og þar vann Williams á stigum. Hann hefur nú þyngt sig til muna fyrir bardaga kvöldsins og hefur lofað því að verða enn betri en í fyrri viðureigninni, en sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega mæta rússneska tröllinu Nikolai Valuev um WBC-beltið. Sport 8.7.2006 20:50
Böðullinn hættir á toppnum Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Sport 11.6.2006 14:03
Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt. Sport 2.6.2006 16:50
Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Sport 1.6.2006 20:43
Danny Williams kemur inn fyrir Harrison Þungavigtarhnefaleikarinn Danny Williams hefur samþykkt að koma í stað Scott Harrison á hnefaleikakvöldinu í Belfast á annað kvöld, en Harrison hætti við að keppa til að fara í áfengismeðferð. Williams mun hita upp fyrir annan bardaga sinn við Matt Skelton með því að berjast við lítt þekktan Þjóðverja. Sport 19.5.2006 16:35
Khan ætlar ekki að misstíga sig Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð. Sport 18.5.2006 16:37
Collazo heimtar annan bardaga Bandaríkjamaðurinn Luis Collazo hefur farið fram á annan bardaga við Ricky Hatton, en sá síðarnefndi sigraði í titilbardaga þeirra í Boston um liðna helgi. Don King, umboðsmaður Collazo, segir að Hatton skuldi stuðningsmönnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum annan bardaga. Sport 16.5.2006 16:20
Prinsinn áfrýjar Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu. Sport 15.5.2006 20:36
Hatton lagði Collazo í frábærum bardaga Ricky Hatton mætti líklega einhverjum sterkasta andstæðingi sínum á ferlinum þegar hann lagði hinn örvhenta Luis Collazo naumlega í Boston Garden í nótt. Hatton er þar með orðinn heimsmeistari WBA meistari í veltivigt og sveik engann í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum sem sýndur var beint á Sýn í nótt. Sport 14.5.2006 17:09
Prinsinn í grjótið Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleikum, Prince Naseem Hamed, var í dag dæmdur í 15 mánaða fangelski fyrir gáleysislegan akstur sem olli alvarlegu umferðarslysi í heimabæ hans Sheffield á Englandi. Hamed viðurkenndi brot sitt og er nú á leið í fangelsi, sem þýðir að ekkert verður úr endurkomu hans í hringinn í Bandaríkjunum á árinu eins og til stóð. Sport 12.5.2006 13:58
Hatton er óhræddur Enski hnefaleikarinn Ricky Hatton er óhræddur við þá áskorun sem hann tekst á við annað kvöld þegar hann berst við hinn örvhenta Luiz Collazo í Boston. Hatton ætlar sér sem kunnugt er stóra hluti í Bandaríkjunum og bíður færis að fá að berjast við Floyd Mayweather í framtíðinni. Bardaginn annað kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 11.5.2006 14:03
Ætlar sér stóra hluti í Ameríku Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið. Sport 9.5.2006 15:14
Hatton valdi rangan andstæðing Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo. Sport 25.4.2006 15:27
Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga. Sport 22.4.2006 20:25
Íslandsmótið í hnefaleikum Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20. Lífið 21.4.2006 17:21
Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. Sport 20.4.2006 18:32
HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí. Sport 12.4.2006 08:57
Mayweather vann Judah Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum. Sport 9.4.2006 16:31
Mayweather mætir Judah Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund. Sport 8.4.2006 15:49
Hatton mætir Collazo Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar upp um einn þyngdarflokk þegar hann mætir bandaríska veltivigtarmeistaranum Luis Collazo í Boston þann 13. maí næstkomandi. Hatton er handhafi IBF og WBA meistaratitlanna í léttveltivigt, en ætlar nú að þyngja sig og leitast við að bæta við sig einum titli í viðbót á bandarískri grundu. Sport 23.3.2006 18:10
Rahman ætlar að ganga frá Toney WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 18:06
Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn. Sport 4.3.2006 15:43
Mosley of mikið fyrir Vargas "Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það. Sport 26.2.2006 08:05
Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. Sport 22.2.2006 17:53
Toney vill berjasti við Lewis Hnefaleikarinn James Toney segist þess fullviss að hann geti lokkað fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis til að taka hanskana fram að nýju til að berjast við sig ef hann nær að vinna Hasim Rahman í titilbardaga þeirra í næsta mánuði. Sport 14.2.2006 15:05
Mayweather með stórar yfirlýsingar Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather er með skýr skilaboð til hins breska Ricky Hatton sem ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum á næsu mánuðum. "Ef Hatton ætlar að berjast við mig, fer eins fyrir honum og Prinsinum á sínum tíma. Ef hann fer inn í hringinn með mér, verður hann laminn og kemur aldrei til Bandaríkjanna aftur," sagði Mayweather. Sport 10.2.2006 19:05
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent