Ástin á götunni

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erfitt að gagn­rýna menn fyrir að klúðra víta­spyrnu

„Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti

Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Held að pressan sé á­líka mikil á báðum liðum“

„Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“

„Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. 

Íslenski boltinn