Íslenski handboltinn Eins marks sigur Vals á KA Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson með13 mörk. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Sport 13.10.2005 18:50 Handboltaveisla um páskana Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Sport 13.10.2005 18:50 Guðjón Valur skoraði 9 mörk Íslensku atvinnumennirnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik létu vel af sér kveða í leikjum helgarinnar. Sport 13.10.2005 18:50 Einar hetja Grosswallstadt Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja Grosswallstadt sem sigraði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöld með eins marks mun, 28-27. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Sport 13.10.2005 18:50 Ólafur með þrjú í sigurleik Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði Arrate 32-22 í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Portland San Antonio og Barcelona sem eru efst. Sport 13.10.2005 18:50 ÍR bikarmeistari ÍR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla er þeir sigruðu HK í úrslitaleik í Laugardalshöll með 38 mörkum gegn 32. ÍR hafði yfirhöndina allan leikin og leiddu til að mynda með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill ÍR í karla handboltanum. Sport 13.10.2005 18:50 Stjarnan bikarmeistari Stjarnan út Garðabæ varð í dag SS-bikarmeistari kvenna í handknattleik er liðið sigraði Gróttu/KR örugglega, 31-17, í úrslitaleik í Laugardagshöll í dag. Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði átta mörk. Sport 13.10.2005 18:50 Sátt við að vera "litla liðið" Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sport 13.10.2005 18:49 Læti og hörkuslagsmál ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Sport 13.10.2005 18:49 Þór vann ÍBV í Eyjum Einn leikur var í DHL-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Þór vann ÍBV með 30 mörkum gegn 29 í Vestmannaeyjum. Marek Skabeikis, markvörður Þórs, varði 28 skot en Jóhann Ingi Guðmundsson 24 fyrir ÍBV. Bjarni Gunnar Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Þór og Samúel Ívar Árnason 6 mörk fyrir ÍBV. Þór er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en ÍBV í sjöunda með 7 stig. Sport 13.10.2005 18:49 Logi skoraði 9 fyrir Lemgo Logi Geirsson skoraði 9 mörk fyrir lið sitt Lemgo í 31-27 sigri á Nordhorn í þýska handboltanum í gær. Sport 13.10.2005 18:49 Skjern sigraði Århus Skjern, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar, sigraði efsta lið dönsku deildarinnar Århus í gær með 28 mörkum gegn 23. Jón Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson 4. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Århus. Þrátt fyrir ósigurinn er Åhrus enn þá með forystu í deildinni. Liðið er með 26 stig en Kolding með 25 og Skjern er í þriðja sæti með 23. Sport 13.10.2005 18:49 Fáránlegt að sýna krossinn Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Sport 13.10.2005 18:49 Einar Örn með 7 gegn Magdeburg Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk þegar lið hans, Wallau Massenheim, tapaði naumlega fyrir Magdeburg í þýska handboltanum í gær, 33-34. Efsta liðið Flensburg sigraði Gummersbach, 28-24. Sport 13.10.2005 18:49 Viggó sáttur við dráttinn Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ánægður með væntanlega andstæðinga Íslendinga í umspili fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Eins og greint var frá á Vísi í morgun munu Íslendingar mæta Hvít-Rússum. Hægt er að hlusta á viðtal við Viggó í eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. </font /> Sport 13.10.2005 18:49 Stórsigur Hauka Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingar stein lágu á heimavelli gegn Haukum, 40-21. Eftir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig, stigi á eftir HK, en Víkingar eru í sjöunda og næst síðasta sæti með sex stig. Sport 13.10.2005 18:49 Víkingur tekur á móti Haukum Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur tekur á móti Haukum og hefst leikur liðanna klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 18:49 Fundur aganefndar HSÍ Aganefnd HSÍ dæmdi Harald Þorvarðarson, leikmann Selfoss, í þriggja leikja bann á fundi sínum í gær. Sport 13.10.2005 18:49 Ísland mætir Hvíta-Rússlandi Í morgun var dregið í umspil fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari óskaði þess eins að mæta ekki annað hvort Pólverjum eða Ungverjum og honum varð að ósk sinni því Ísland mætir Hvít-Rússum Sport 13.10.2005 18:48 Stórsigur Hauka á Víkingi Topplið Hauka í Úrvalsdeild kvenna í handknattleik gersigraði Víkinga í Víkinni í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 18:49 Peterson með tíu í tapleik Nordhorn sigraði Dusseldorf með 36 mörkum gegn 27 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Peterson skoraði 10 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað. Sport 13.10.2005 18:48 TuS Weibern bjargað frá gjaldþroti Fjárhagsvandræði Íslendingaliðsins TuS Weibern - sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðskonurnar Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Sólveig Kjærnested og Dagný Skúladóttir leika með - leystust í gær þegar félagið gekk frá nýjum styrktarsamningum. Sport 13.10.2005 18:48 Jóna Margrét með sjö mörk Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sjö mörk þegar Wibern sigraði Mainzlar, 39-34, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Dagný Skúladóttir og Sólveig Lára Kærnested skoruðu tvö mörk hvor. Elfa Björk Hreggviðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Mainzlar. Sport 13.10.2005 18:48 Stjörnuhrap í Ásgarði Stjarnan er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik eftir slæmt tap gegn pólska liðinu Vitarel Jelfa í gær. Stjarnan sá aldrei til sólar í leiknum. </font /></b /> Sport 13.10.2005 18:48 Garica með þrjú gegn Lemgo Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk þegar Göppingen sigraði Lemgo 32-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk þegar Minden gerði jafntefli við Gummersbach, 30-30. Sport 13.10.2005 18:48 Haukar á toppinn Haukar er komnir á topp DHL-deildar karla í handbolta eftir 32:26 sigur á Víkingi nú síðdegis. Haukar eru efstir með 11 stig, einu stigi ofar en HK sem á leik til góða. Næsti leikur í deildinni fer fram á miðvikudag en þá verður leikinn tvífrestaður leikur ÍBV og Þórs. Sport 13.10.2005 18:48 Stjarnan í eldlínunni Stjarnan í Garðabæ keppir í dag við pólska liðið Vitarel Jelva í 16 liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Stjörnustúlkur freista þess að komast í 8 liða úrslit keppninnar og ákváðu því að kaupa heimaleik pólska liðsins og því verða báðir leikirnir háðir hér á landi. Sport 13.10.2005 18:48 Jafnt í Ásgarði Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Sport 13.10.2005 18:48 Var ekki að meika það Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er á heimleið eftir viðburðarríkt ár í Þýskalandi. Félag hans, TuS Weibern, er að fara á hausinn og starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Aðalsteinn mun þjálfa kvennalið FH næsta vetur. Sport 13.10.2005 18:48 Fram sigraði FH Þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Toppleikur kvöldsins var á efa leikur FH og Fram í hafnafirði, en þar höfðu gestirnir betur með 24 mörkum gegn 23. Selfoss og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli og Grótta/KR vann Aftureldingu 27-25. Sport 13.10.2005 18:48 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 123 ›
Eins marks sigur Vals á KA Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson með13 mörk. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Sport 13.10.2005 18:50
Handboltaveisla um páskana Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Sport 13.10.2005 18:50
Guðjón Valur skoraði 9 mörk Íslensku atvinnumennirnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik létu vel af sér kveða í leikjum helgarinnar. Sport 13.10.2005 18:50
Einar hetja Grosswallstadt Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja Grosswallstadt sem sigraði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöld með eins marks mun, 28-27. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Sport 13.10.2005 18:50
Ólafur með þrjú í sigurleik Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði Arrate 32-22 í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Portland San Antonio og Barcelona sem eru efst. Sport 13.10.2005 18:50
ÍR bikarmeistari ÍR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla er þeir sigruðu HK í úrslitaleik í Laugardalshöll með 38 mörkum gegn 32. ÍR hafði yfirhöndina allan leikin og leiddu til að mynda með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill ÍR í karla handboltanum. Sport 13.10.2005 18:50
Stjarnan bikarmeistari Stjarnan út Garðabæ varð í dag SS-bikarmeistari kvenna í handknattleik er liðið sigraði Gróttu/KR örugglega, 31-17, í úrslitaleik í Laugardagshöll í dag. Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði átta mörk. Sport 13.10.2005 18:50
Sátt við að vera "litla liðið" Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sport 13.10.2005 18:49
Læti og hörkuslagsmál ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Sport 13.10.2005 18:49
Þór vann ÍBV í Eyjum Einn leikur var í DHL-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Þór vann ÍBV með 30 mörkum gegn 29 í Vestmannaeyjum. Marek Skabeikis, markvörður Þórs, varði 28 skot en Jóhann Ingi Guðmundsson 24 fyrir ÍBV. Bjarni Gunnar Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Þór og Samúel Ívar Árnason 6 mörk fyrir ÍBV. Þór er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en ÍBV í sjöunda með 7 stig. Sport 13.10.2005 18:49
Logi skoraði 9 fyrir Lemgo Logi Geirsson skoraði 9 mörk fyrir lið sitt Lemgo í 31-27 sigri á Nordhorn í þýska handboltanum í gær. Sport 13.10.2005 18:49
Skjern sigraði Århus Skjern, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar, sigraði efsta lið dönsku deildarinnar Århus í gær með 28 mörkum gegn 23. Jón Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson 4. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Århus. Þrátt fyrir ósigurinn er Åhrus enn þá með forystu í deildinni. Liðið er með 26 stig en Kolding með 25 og Skjern er í þriðja sæti með 23. Sport 13.10.2005 18:49
Fáránlegt að sýna krossinn Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Sport 13.10.2005 18:49
Einar Örn með 7 gegn Magdeburg Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk þegar lið hans, Wallau Massenheim, tapaði naumlega fyrir Magdeburg í þýska handboltanum í gær, 33-34. Efsta liðið Flensburg sigraði Gummersbach, 28-24. Sport 13.10.2005 18:49
Viggó sáttur við dráttinn Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ánægður með væntanlega andstæðinga Íslendinga í umspili fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Eins og greint var frá á Vísi í morgun munu Íslendingar mæta Hvít-Rússum. Hægt er að hlusta á viðtal við Viggó í eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. </font /> Sport 13.10.2005 18:49
Stórsigur Hauka Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingar stein lágu á heimavelli gegn Haukum, 40-21. Eftir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig, stigi á eftir HK, en Víkingar eru í sjöunda og næst síðasta sæti með sex stig. Sport 13.10.2005 18:49
Víkingur tekur á móti Haukum Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur tekur á móti Haukum og hefst leikur liðanna klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 18:49
Fundur aganefndar HSÍ Aganefnd HSÍ dæmdi Harald Þorvarðarson, leikmann Selfoss, í þriggja leikja bann á fundi sínum í gær. Sport 13.10.2005 18:49
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi Í morgun var dregið í umspil fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari óskaði þess eins að mæta ekki annað hvort Pólverjum eða Ungverjum og honum varð að ósk sinni því Ísland mætir Hvít-Rússum Sport 13.10.2005 18:48
Stórsigur Hauka á Víkingi Topplið Hauka í Úrvalsdeild kvenna í handknattleik gersigraði Víkinga í Víkinni í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 18:49
Peterson með tíu í tapleik Nordhorn sigraði Dusseldorf með 36 mörkum gegn 27 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Peterson skoraði 10 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað. Sport 13.10.2005 18:48
TuS Weibern bjargað frá gjaldþroti Fjárhagsvandræði Íslendingaliðsins TuS Weibern - sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðskonurnar Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Sólveig Kjærnested og Dagný Skúladóttir leika með - leystust í gær þegar félagið gekk frá nýjum styrktarsamningum. Sport 13.10.2005 18:48
Jóna Margrét með sjö mörk Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sjö mörk þegar Wibern sigraði Mainzlar, 39-34, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Dagný Skúladóttir og Sólveig Lára Kærnested skoruðu tvö mörk hvor. Elfa Björk Hreggviðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Mainzlar. Sport 13.10.2005 18:48
Stjörnuhrap í Ásgarði Stjarnan er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik eftir slæmt tap gegn pólska liðinu Vitarel Jelfa í gær. Stjarnan sá aldrei til sólar í leiknum. </font /></b /> Sport 13.10.2005 18:48
Garica með þrjú gegn Lemgo Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk þegar Göppingen sigraði Lemgo 32-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk þegar Minden gerði jafntefli við Gummersbach, 30-30. Sport 13.10.2005 18:48
Haukar á toppinn Haukar er komnir á topp DHL-deildar karla í handbolta eftir 32:26 sigur á Víkingi nú síðdegis. Haukar eru efstir með 11 stig, einu stigi ofar en HK sem á leik til góða. Næsti leikur í deildinni fer fram á miðvikudag en þá verður leikinn tvífrestaður leikur ÍBV og Þórs. Sport 13.10.2005 18:48
Stjarnan í eldlínunni Stjarnan í Garðabæ keppir í dag við pólska liðið Vitarel Jelva í 16 liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Stjörnustúlkur freista þess að komast í 8 liða úrslit keppninnar og ákváðu því að kaupa heimaleik pólska liðsins og því verða báðir leikirnir háðir hér á landi. Sport 13.10.2005 18:48
Jafnt í Ásgarði Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Sport 13.10.2005 18:48
Var ekki að meika það Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er á heimleið eftir viðburðarríkt ár í Þýskalandi. Félag hans, TuS Weibern, er að fara á hausinn og starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Aðalsteinn mun þjálfa kvennalið FH næsta vetur. Sport 13.10.2005 18:48
Fram sigraði FH Þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Toppleikur kvöldsins var á efa leikur FH og Fram í hafnafirði, en þar höfðu gestirnir betur með 24 mörkum gegn 23. Selfoss og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli og Grótta/KR vann Aftureldingu 27-25. Sport 13.10.2005 18:48