Sátt við að vera "litla liðið" 25. febrúar 2005 00:01 Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira