

16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum.
Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn duttu i kvöld út úr VÍS bikar karla í körfubolta þegar þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir ÍR.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem og Njarðvíkur í efstu deild karla, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fór yfir málin í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs sem gaf í skyn að Benedikt væri haldin kvenfyrirlitningu.
Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni.
Njarðvík heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í efstu deild karla í körfubolta og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti í vetur.
Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi.
Fjölnir hefur heldur betur styrkt sig fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Hin 32 ára gamla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með liðinu á komandi leiktíð.
Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile mun leika með Njarðvík í efstu deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Basile átti stórgott tímabil með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og vonast Njarðvíkingar eftir annarri eins frammistöðu í vetur.
Körfuknattleiksliði Njarðvíkur hefur aldeilis borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Nicolas Richotti kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Þetta kemur fram á vefnum www.karfan.is.
Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í körfuboltanum og karlaliðið fékk heldur betur flottan liðstyrk í gær.
Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild.
Fjölnir hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða Sönju Orozovic sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár og svo Ciani Cryor sem kemur frá Bandaríkjunum.
Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum.
Leikmenn ársins í Dominos-deildunum í körfubolta koma ekki úr Íslandsmeistaraliðunum heldur úr karlaliði Keflavíkur og kvennaliði Hauka.
Keflvíkingar voru ekki búnir að tapa leik síðan í febrúar þegar þeir mættu Þórsurum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta. Þór vann þrjá af fjórum leikjum og tyggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.
Körfuknattleiksþjálfarinn Israel Martin mun stýra Sindra í 1. deild karla á næstu leiktíð. Martin hefur stýrt Haukum og Tindastóli hér á landi í efstu deild en reynir nú fyrir sér deild neðar.
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á næstu leiktíð.
Körfuknattleikskonan Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Hún kemur frá KR sem féll úr Domino´s deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega kampakátur eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Lokatölur 115-92, en Emil segir að liðið ætli sér lengra.
Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið.
Njarðvík vann magnaðan tveggja stiga sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 94-92 í leik sem var þríframlengdur.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90.
Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta.
Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins.
Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, mætti í viðtal í Körfuboltakvöld eftir oddaleik KR og Vals á föstudaginn. Hann segir það mikinn létti að þessari rimmu sé lokið.
Valur vann Hauka í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino´s deildar kvenna á fimmtudagskvöld. Ákvörðun þjálfara Hauka að kippa Alyeshu Lovett af velli í síðari hálfleik vakti athygli Domino´s Körfuboltakvölds.
Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum.
Dúi Þór Jónsson átti draumaleik í kvöld á móti Grindavík. Dúi var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 19 stig og var afar sáttur með að vera búinn að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.