Íslenski körfuboltinn Tap Keflvíkinga stendur Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá. Sport 15.2.2006 17:09 Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19 Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05 Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32 Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08 Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36 Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28 Keflavík og Grindavík í úrslit Keflavík og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en þau unnu leiki sína í undanúrslitunum í kvöld. Keflavík sló út bikarmeistara Njarðvíkur í kvöld 89-85. Þá vann Grindavík tíu stiga sigur á Skallagrími, 97-87 í kvöld þar sem Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 37 stig. Sport 5.2.2006 21:24 ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22 Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16 Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. Sport 3.2.2006 17:23 Haukar áfram á toppnum Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71. Sport 1.2.2006 22:18 Snæfell burstaði Hött Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig. Sport 30.1.2006 21:08 Naumur sigur Keflvíkinga á KR Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun. Sport 29.1.2006 21:33 Stórleikur í vesturbænum Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar. Sport 29.1.2006 18:40 Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 21:18 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 19:07 Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. Sport 26.1.2006 15:05 Keflavík sló KR út 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98. Sport 22.1.2006 21:31 Stúdínur í undanúrslitin Bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta en þær töpuðu naumlega fyrir ÍS í 8 liða úrslitunum í gærkvöldi, 63-62. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og höfðu Stúdínur 4 stiga forystu í hálfleik, 33-29 en leikið var í Kennaraháskólanum. Sport 22.1.2006 14:21 Höttur fær liðsstyrk Úrvalsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum hefur fengið til sín serbneskan leikmann að nafni Zekovic Milojica sem er 202 cm hár framherji og á að baki landsleiki fyrir þjóð sína. Að sögn Gísla Sigurðssonar, leikmanns Hattar, er Milojica þessi hinn mesti hvalreki fyrir liðið og ku vera góð skytta og frábær liðsmaður. Sport 20.1.2006 19:12 Hamri dæmdur sigur á Keflavík Dómstóll KKÍ hefur dæmt liði Hamars/Selfoss sigur í leik liðsins gegn Keflavík þann 12. janúar síðastliðinn, eftir að sannað þótti að Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur var ekki löglegur með liðinu vegna þess að um frestaðan leik var að ræða. Hamri hefur því verið dæmdur 20-0 sigur í leiknum. Sport 20.1.2006 18:36 Skallagrímur sigraði Keflavík Skallagrímur vann góðan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld 98-88 í Borgarnesi. George Byrd skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Skallagrím, en AJ Moye var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum með 22 stig. Sport 19.1.2006 22:31 Stórleikur í Njarðvík Þrettánda umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Njarðvíkur og KR í Njarðvík, en auk þess verður viðureign Skallagríms og Keflavíkur í Borgarnesi væntanlega hörkuspennandi. Grindavík tekur á móti Þór, Snæfell mætir ÍR og loks fá Fjölnismenn Hauka í heimsókn í Grafarvoginn. Sport 19.1.2006 18:02 Auðvelt hjá toppliðunum Topplið Hauka og Grindavíkur unnu þægilega sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði ÍS 84-66 í Grindavík, þar sem Jerica Watson skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar. Sport 18.1.2006 22:24 Annar sigur Hattar Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti. Sport 17.1.2006 22:33 Haukar höfðu betur í toppslagnum Kvennalið Hauka tryggði stöðu sína á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær lögðu Grindavík naumlega 73-72 á heimavelli sínum Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Jerica Watson skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst í liði Grindavíkur. Haukar hafa nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Sport 16.1.2006 23:00 Stórleikur á Ásvöllum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15. Sport 16.1.2006 18:31 Keflvíkingar upp að hlið granna sinna Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir. Sport 12.1.2006 21:31 Stórsigrar suðurnesjaliðanna Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík. Sport 11.1.2006 21:08 « ‹ 72 73 74 75 76 77 78 79 80 … 82 ›
Tap Keflvíkinga stendur Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá. Sport 15.2.2006 17:09
Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19
Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05
Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32
Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08
Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36
Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28
Keflavík og Grindavík í úrslit Keflavík og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en þau unnu leiki sína í undanúrslitunum í kvöld. Keflavík sló út bikarmeistara Njarðvíkur í kvöld 89-85. Þá vann Grindavík tíu stiga sigur á Skallagrími, 97-87 í kvöld þar sem Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 37 stig. Sport 5.2.2006 21:24
ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22
Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16
Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. Sport 3.2.2006 17:23
Haukar áfram á toppnum Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71. Sport 1.2.2006 22:18
Snæfell burstaði Hött Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig. Sport 30.1.2006 21:08
Naumur sigur Keflvíkinga á KR Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun. Sport 29.1.2006 21:33
Stórleikur í vesturbænum Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar. Sport 29.1.2006 18:40
Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 21:18
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 19:07
Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. Sport 26.1.2006 15:05
Keflavík sló KR út 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98. Sport 22.1.2006 21:31
Stúdínur í undanúrslitin Bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta en þær töpuðu naumlega fyrir ÍS í 8 liða úrslitunum í gærkvöldi, 63-62. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og höfðu Stúdínur 4 stiga forystu í hálfleik, 33-29 en leikið var í Kennaraháskólanum. Sport 22.1.2006 14:21
Höttur fær liðsstyrk Úrvalsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum hefur fengið til sín serbneskan leikmann að nafni Zekovic Milojica sem er 202 cm hár framherji og á að baki landsleiki fyrir þjóð sína. Að sögn Gísla Sigurðssonar, leikmanns Hattar, er Milojica þessi hinn mesti hvalreki fyrir liðið og ku vera góð skytta og frábær liðsmaður. Sport 20.1.2006 19:12
Hamri dæmdur sigur á Keflavík Dómstóll KKÍ hefur dæmt liði Hamars/Selfoss sigur í leik liðsins gegn Keflavík þann 12. janúar síðastliðinn, eftir að sannað þótti að Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur var ekki löglegur með liðinu vegna þess að um frestaðan leik var að ræða. Hamri hefur því verið dæmdur 20-0 sigur í leiknum. Sport 20.1.2006 18:36
Skallagrímur sigraði Keflavík Skallagrímur vann góðan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld 98-88 í Borgarnesi. George Byrd skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Skallagrím, en AJ Moye var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum með 22 stig. Sport 19.1.2006 22:31
Stórleikur í Njarðvík Þrettánda umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Njarðvíkur og KR í Njarðvík, en auk þess verður viðureign Skallagríms og Keflavíkur í Borgarnesi væntanlega hörkuspennandi. Grindavík tekur á móti Þór, Snæfell mætir ÍR og loks fá Fjölnismenn Hauka í heimsókn í Grafarvoginn. Sport 19.1.2006 18:02
Auðvelt hjá toppliðunum Topplið Hauka og Grindavíkur unnu þægilega sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði ÍS 84-66 í Grindavík, þar sem Jerica Watson skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar. Sport 18.1.2006 22:24
Annar sigur Hattar Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti. Sport 17.1.2006 22:33
Haukar höfðu betur í toppslagnum Kvennalið Hauka tryggði stöðu sína á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær lögðu Grindavík naumlega 73-72 á heimavelli sínum Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Jerica Watson skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst í liði Grindavíkur. Haukar hafa nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Sport 16.1.2006 23:00
Stórleikur á Ásvöllum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15. Sport 16.1.2006 18:31
Keflvíkingar upp að hlið granna sinna Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir. Sport 12.1.2006 21:31
Stórsigrar suðurnesjaliðanna Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík. Sport 11.1.2006 21:08
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent